Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2006

Sólbruni í Svíþjóð

Skódinn veitir okkur æ fleiri óbeislaða möguleika á ferðum á eigin forsendum. Skruppum til Svíþjóðar á laugardaginn þar sem ég náði að sólbrenna bara nokkuð vel. Á laugardaginn skelltum við okkur í bíltúr upp til Helsingör þar sem ómældur fjöldi af ferjum skýst yfir sundið til Helsingborg í Svíþjóð á 20 mínútum. Við römbuðum á bílastæði upp við kirkju inn í bæ og röltum upp að afgreiðslu Sundbusserne til að kaupa miða. Ahh, við vorum ekki með sænskar krónur né danskt reiðufé, þannig að það þurfti að byrja á því að rölta inn í bæ að redda því. Baldri fannst það ekki alveg málið og herti ennþá á fyrirspurnartíðninni: "Hvenær förum við í bátinn? Hvar er báturinn okkar?" Helsingborg komst undir sænska krúnu árið 1758 og hafa Svíarnir æ síðan verið duglegir að dugga sér yfir sundið að kaupa áfengi. Helsingör ber þess glöggt merki hver aðalsöluvarningurinn er: áfengi. Hér er búð við búð að bjóða brettastæðurnar af bjór, sérvalinn að smekk svíanna 5,6% og yfir, ásamt sterku víni.

Bandaríkjaför - Dagur 5

Síðasti dagurinn, kíkt á markað, búðir og safn. Heimferð Pakkað í morgunsárið, vaknaði snemma um kl 6. Horfði á morgunfréttirnar og fór í sturtu. Morgunmatur að venju, svo fórum við niður í bæ. Héldum að við ættum stefnumót við Bang og Nuriu um kl 10 á Palace Center Market. Reyndist ekki vera svo. Skoðuðum líflegan markaðinn, hálfgert kolaport. Röltum svolítið um, Djordje verslaði í Banana republic. Héldum áfram upp að Seattle space needle. Fylgdum monorail, sem gengur víst ekki vegna slyss fyrir 2 mán eða svo. Fórum á Music experience safnið. Mjög áhugavert í alla staði. 2 klst flugu hratt og þá áttum við eftir að fara í gegnum Dylan hlutann sem við gerðum frekar hratt. Allt annað, eins og músikvinnustofurnar, komumst við ekki yfir. Þetta getur tekið meira en dag að fara í gegnum þetta almennilega. Röltum um og fundum Lola veitingastaðinn sem var alveg ljómandi. Mátulega stórir skammtar Shawarma strimlar með cumin kryddi gerðu sig vel ásamt gríska jógúrt ísnum með bláberjunum. Kaffið

Bandaríkjaför - Dagur 4

Síðasti námskeiðsdagurinn, bæjarferð og út að borða. Síðasti dagur námskeiðs. Frekar laust í reipum og óstrúktúrað. Svolítið fálm í myrkri. Company store á eftir, keypti bakpoka fyrir Ana ásamt eitthvað smátterí fyrir mig og Sandeep Svo niður í bæ í smá verslunarrölt. Röltum fram og til baka og sáum m.a. Markaðinn. Fórum inn í Macys, hittum Bjorn og Nuria þar. Náði að versla á krakkana, var í vafa og vandræðum með Hönnu. Var að reyna að sigta út hatt fyrir Nelly, en rann út á tíma. Fórum að borða á P.H Chang bistro. Sem var fínt. Frekar samt sætt allt saman. Hægt að krydda upp með sósunum. Frekar vinsæll staður myndi ég halda, töluvert rennsli. Fékk mér bjóra: Mac and Jack, Pyramid "Hvítbjór", Honey Ale eitthvað. Great wall of chockolate kaka sem við skiptum með okkur 3. Risavaxin kaka, heldur betur. Komnir heim um 23, sofnaði upp í rúmi í öllum fötunum eins og fyrri daginn.

Bandaríkjaför - Dagur 3

Dagur 3, punktur. Venjubundinn morgunmatur en færi mig nú upp á skaptið og hef að innbyrða brauð með hnetusmjöri og sultu. Alger steinn í magann í morgunsárið... Námskeið skiptir yfir í hands on, skipt upp í hópa og farið í að útfæra árásaraðferðir. Reynt að gera þetta skipulega með því að hanna árásirnar fyrst. Farið niður á Bellevue Square í stóra verslunarkjarnann fram að kvöldmat. Keypti tvenna skó fyrir $97 Matur með Lance og hinum testurunum á Ruth's ?????. Svaka steikur, fínn staður, góð þjónusta. Alltaf sami hraðinnn á þjónunum. Passa að halda vel í diskana. Náði að smakka þrjá bjóra: Mac and Jack (redmond ófiltereaður), Pyramide Ale og annan ale. Fínt kjötflykki en nokkuð feitt. Fékk mér ís á eftir, tvær kúlur í vínglasi. Komnir heim rúmlega 10, sofnaði með skóna óreimaða við hlið mér. Frekar þreyttur.

Bandaríkjaför - Dagur 2

Flugþreyta, bæjarferð í Space Needle, mátulega útilátinn mat og áhugavert "open mike" kvöld með köldum alvöru bjór! Námskeið heldur áfram að venju. Flugþreytan lætur á sér kræla, enda eitthvað erfitt að sofa síðustu nótt. Hittum Parry og Ole í hádegismat. Mjög gaman að hitta þá, þeir sakna mikið danska mötuneytisins og vilja meina að menn verða mjög fljótt þreyttir á þessum mat. Sem ég skil mjög vel. Eftir námskeiðið brunuðum við heim í bækistöðvarnar og skiluðum af okkur tölvunum. Svo var brunað á demantabrautinni niður í miðborg Seattle. Ferðin gekk vonum framar og við vorum bara 30 mínútur frá Hóteli og niður í bæ. Lögðum hjá Space needle og þar skildu leiðir því Djordje átti miða á NBA leik með Seattle Supersonics gegn Phenix Suns í KeyArena. Við Klaus fórum upp í Space needle og nutum útsýnisins yfir Seattle svæðið úr 620 feta hæð við sólarlag. Alveg mögnuð upplifun að sjá svæðið í ljósaskiptunum og dvöldum við góða stund þarna uppi þar til hungrið rak okkur niður á jörð

Sosum ekkert nýtt

Daman sagði: Helgin ljúf og góð, allavegna hjá mér. Finnur skellti sér á djammið á laugardagskvöldið, með Hirti og Bent og þar sem langt er síðan síðast voru eftirköstin nokkur. Hahahahahah!!   Á meðan strákarnir dönsuðu af sér rassgatið sátum við Dagný hér heima í Søllerød með rauðvín í glasi og fylgdumst með Eurovision með öðru auganu. Á laugardaginn fórum við familían í bæinn og létum loks verða af því að fara í marrakóska verslun á Vesterbrogade og kaupa Tagine ásamt ýmsu öðru. Nú bíðum við eftir tækifærinu til þess að elda tagine rétt og hlökkum til. Skemmtilegast væri ef við fengum liðsauka frá Sólheimum til þess að aðstoða við eldamennskuna:-) Hvad så søs?? Annars horfðum við Finnur á okkar fyrstu ekta Bollywood mynd um helgina, 3 tíma mynd um uppreisnarmanninn Mangal Pandey og heitir myndin The Rising. Stórgóð mynd og mikil fræðsla. Jæja ég sendi rigningarkveðjur til ykkar í vetrarhörkum heima og vona að e-r sem lesi þennan texta hafi sólina allt um kring, sjáanlega! Kys og knu

Tungutak og hárprýði

Mikil framför er í hárprýði og tungutaki hjá ungviðinu þessa dagana... Ásta Lísa fór í sína fyrstu klippingu á sinni ævi í dag. Hún lítur svona ljómandi vel út á eftir og hnakkalokkarnir eru hættir að yfirtaka vangana. Voða pæjuleg bara. Ég var að lesa Andrés fyrir Baldur Frey áðan og er það nú ekki frásögur færandi. Nema hvað, eftir að ég var kallaður aftur inn í herbergi í sönglagasyrpuna "af fingrum fram" vildi hann ekki enn sleppa mér út þrátt fyrir ljómandi bull-lagasmíði. Heyrðu, sko, hérna mig langar að spyrja þig að svolitlu. Nú, hvað er það vinur. Á morgun, þá skal ég kaupa handa þér bjór. Nú, er það. Æi, takk fyrir það vinur. Baldur veit sko alveg hvernig að á bræða pabba sinn....

Snilld

Hjúin sagði: Þessir Eurovision þættir eru svo mikil snilld að við erum að kafna úr hlátri. Hverjum myndi detta í hug að segja að e-t lag væri svo leiðinlegt að hlustun á það væri eins og að hlusta á málningu þorna?? Deux points F&H

The Narrows

{mosimage}The Narrows, Michael Connelly Þreif þessa á leifturhraða úr ensku hillunni í bókasafninu í Holte á leið á klósettið með Baldri Frey. Langaði í reyfara til að píra í á kvöldin, leist ágætlega á Void Moon og skellti mér því á þessa. Hæg uppbygging í gangi, er kominn 2/3 í gegnum skræðuna og það er að fara að skipta í næsta gír. Sjáum hvað setur. Já þetta var svo sem ekkert spes og frekar fyrirsjáanlegt. Eitthvað risvandamál í gangi í söguuppbyggingunni. Endaði svolítið fyrirséð, geisp. Má alveg sleppa þessari.

Frelsið...

Driver sagði: er yndislegt, ég geri það sem ég vil og í gær var ekið til Roskilde og í dag ekið í dýragarðinn og á morgun verður etv. ekið út á Amager. Ekki slæmt það. Við vorum reyndar að tala um það í dag hvað við erum saklausir (lesist auðtrúa) kaupendur. Því að við trúðum öllu því sem strákurinn, sem seldi okkur bílinn, sagði og höfðum ekki vit á að athuga eitt eða neitt. Vorum t.d. að spá í því í dag hvort það væri ekki örugglega varadekk í bílnum og jú, það var á sínum stað þegar það var athugað. En að hafa ekki vit á að kanna svona basic atriði - sveppir, algjörir myglusveppir. Hef verið að hugsa um hversdagsleikann og hversu stóru hlutverki hann gegnir í okkar lífi. En er hann af hinu góða eða hvað? Er hægt að komast hjá honum eða ekki? Höfum við e-ð um hann segja "når det kommer til stykket"? Eða er hann dásamlegur eins og hann er? Hilsen Blöbbý bullukolla

Dásemdarveður

Sunny girl sagði: Hér er hreint dásamlegt veður, 25 stiga hiti í forsælu og ég verð að segja að mér finnst þetta æðislegt. Ég óska að þetta haldi svona áfram og svo virðist sem mér sé að rætast óskin því þegar ég kíkti inn á dr.dk þá sá ég að veðurspánni hefur verið breytt. Áður var spáð rigningu frá og með morgundeginum en nú er fyrst rigning á laugardaginn og bundið við þann daginn. Hallelúja!! Á morgun munum við fá afhenta drossíuna sem við vorum að festa kaupa á. Skoda Felicia 1.3 LX árgerð 1999. Þetta er algjör gullmoli, keyrður aðeins 53000 km og hefur haft 2 eigendur. Gamla konu sem lítið keyrði hann, og alls ekki ef það rigndi og svo par sem er bara með allt á hreinu. Ég held að það hafi verið skráð niður þegar prumpað var í bílnum. Þannig að helgin framundan er spennandi, líka í ljósi þess að hér er frí á föstudag go því þriggja daga helgi. Hún verður notuð vel! ÁSTARkveðjur um allan geim Hanna

Bílar Skrílar

Ég get svarið það. Við hugsum svo mikið um bíla og bílakaup að það lekur smurolía út um eyrun á okkur. Hér er sumarið komið í hjörtum sem og í náttúruinn. Allt lítur út fyrir að það verði hér um sinn. Ástarkveðjur Blöbbý bílatekna