Hér er hreint dásamlegt veður, 25 stiga hiti í forsælu og ég verð að segja að mér finnst þetta æðislegt. Ég óska að þetta haldi svona áfram og svo virðist sem mér sé að rætast óskin því þegar ég kíkti inn á dr.dk þá sá ég að veðurspánni hefur verið breytt. Áður var spáð rigningu frá og með morgundeginum en nú er fyrst rigning á laugardaginn og bundið við þann daginn. Hallelúja!!
Á morgun munum við fá afhenta drossíuna sem við vorum að festa kaupa á. Skoda Felicia 1.3 LX árgerð 1999. Þetta er algjör gullmoli, keyrður aðeins 53000 km og hefur haft 2 eigendur. Gamla konu sem lítið keyrði hann, og alls ekki ef það rigndi og svo par sem er bara með allt á hreinu. Ég held að það hafi verið skráð niður þegar prumpað var í bílnum.
Þannig að helgin framundan er spennandi, líka í ljósi þess að hér er frí á föstudag go því þriggja daga helgi. Hún verður notuð vel!
ÁSTARkveðjur um allan geim
Hanna
Ummæli