Fara í aðalinnihald

Bandaríkjaför - Dagur 2

DSCF5855

Flugþreyta, bæjarferð í Space Needle, mátulega útilátinn mat og áhugavert "open mike" kvöld með köldum alvöru bjór!


Námskeið heldur áfram að venju. Flugþreytan lætur á sér kræla, enda eitthvað erfitt að sofa síðustu nótt.

Hittum Parry og Ole í hádegismat. Mjög gaman að hitta þá, þeir sakna mikið danska mötuneytisins og vilja meina að menn verða mjög fljótt þreyttir á þessum mat. Sem ég skil mjög vel.

Eftir námskeiðið brunuðum við heim í bækistöðvarnar og skiluðum af okkur tölvunum. Svo var brunað á demantabrautinni niður í miðborg Seattle. Ferðin gekk vonum framar og við vorum bara 30 mínútur frá Hóteli og niður í bæ. Lögðum hjá Space needle og þar skildu leiðir því Djordje átti miða á NBA leik með Seattle Supersonics gegn Phenix Suns í KeyArena. Við Klaus fórum upp í Space needle og nutum útsýnisins yfir Seattle svæðið úr 620 feta hæð við sólarlag. Alveg mögnuð upplifun að sjá svæðið í ljósaskiptunum og dvöldum við góða stund þarna uppi þar til hungrið rak okkur niður á jörðina aftur.

Mátulegar skammtastærðir?
Við þvældumst eitthvað um í leit að veitingastað en enduðum inn á lítilli Grískri skyndibitabúllu þar sem matarskammtarnir reyndust bara nokkuð hæfilegir. Merkilegt nokk.
Á rölti okkar um göturnar sáum við ýmisleg kaffihús og bari þar sem það skín í gegn ríkjandi mynstur og sambland af Kaffi og þráðlausu neti: "Wireless coffee".

Staðurinn sigtaður út
Á röltinu sáum við Caffe Bella sem tónlistarmenn höfðu verið að koma sér fyrir á sviði. Ég og Klaus ákváðum að kíkja þangað og sjá hvernig stemningin væri. Þar vorum við ekki sviknir, því þetta reyndist hin besta skemmtun. Evrópskur bjór á krananum, ég fékk mér fyrst írskan/enskan ale, buddenginger (eða eitthvað þannig) og svo Pyramid Ire sem er líklega írskur Ale. Sá fyrrnefndi var nú frekar mjúkur léttbitur ale en sá síðari var fyrir lengra komna með frekar mikilli biturð.

Hersingin og stemningin
En nóg um ölið, hvað með gestina á kaffihúsinu? Þetta reyndist vera svona "open mike" kvöld þar sem fólk mætir með gítara eða önnur gjörningstæki og lætur ljós sitt skína. Umsjónarmaður þessara kvölda sá um að hita upp ásamt hinum 2 meðlimum hljómsveitar sinnar. Það var stórskemmtileg upplifun að sitja og hlusta á þau spila og fylgjast með tilvonandi spilurum sem voru þegar mættir eða voru að tínast inn. Einn gamall, gráhærður tíkóspenakarl á næsta borði, þögul síðkrullu úlputýpa fyrir aftan okkur, rifnu gallabuxna rebelið með reytta hárið sveif á milli sæta og svo kom sá skrýtni, ógyrti með teipuðu gítartöskuna og hárið allt upp í loftið. Hann hefur ábyggilega verið eitthvað í áttina að einhverfu, greyið.

Hefst svo fjörið
Eftir upphitun var gengið á milli og tekin nöfn á lista. Við Klaus sátum hjá í því, enda ekki búnir að ákveða hvort það yrði búksláttur, jóðl eða gítarmorð. Ákváðum að hafa sögu til vara að við værum hæfileikaveiðimenn frá Evrópsku útgáfufyrirtæki.
Fyrstur á svið var Tom sem var að sögn umsjónarmannsins, sá fyrsti af listamönnum sem fram hefði komið á þessum kvöldum og hefði umboðsmann! Við Klaus fengum skilmerkilega auglýsingableðla á borðið okkar frá umboðsmanninum. Tom var töffari sem kynnti lögin sín þrjú með drafandi svalramanns röddu. Var alveg ágætur þannig séð, svoltið einsleitt að því leyti að öll lögin voru byggð svipað upp: gítarintro show-off og svo hádramatískur söngur hátt og lágt, út og suður.

Næstur var einlægi, rólegi gaurinn. Tókst bara vel, en situr svo sem ekki mikið eftir í minningunni.

Rifni gallabuxna rebel var næstur. Rosa stælar bara, hey vá ég ætlaði ekki að byrja á þessu lagi, skítt með það vá.... Neyðarlega leiðinlegt fyrsta "lag" sem hann rumdi og gólaði, misþyrmdi gítarnum og stoppaði í miðju lagi til að snúa við blaðinu sínu. Átti að vera svaka svalt, en var það einhvern vegin ekki. Spilaði lagið "Súr mjólk" sem hann hafði samið inn á herberginu sínu fyrr um daginn eftir að hafa drukkið ódýrt kassavín. Æi, frekar sorglegt. En sá skrýtni fílaði þetta mikið og kunni greinilega textana. Spratt upp reglulega og stikaði eitthvert um. Greinilega í stuði.

Við náðum að heyra eitt lag hjá gamla tíkó-grána áður en Djordje hringdi. Hann var bara nokkuð fínn, svona írsk þjóðlagastemning. Einlægt og ekkert verið að hafa gítarinn allt of vel stilltan. Mér fannst þetta hvað einna mest "ekta".
En við komumst ekki lengra í bili með þetta þótt ég hefði gjarnan viljað sjá þann skrýtna spila. Röltum út á bílastæði þar sem Djordje beið okkar. Heimferðin gekk stórslysalaust, tókum bara einu sinni ranga beygju en komumst fljótt aftur á hraðbrautina og upp á hótel.

Steinsofnaði upp í rúmi fyrir framan sjónvarpið um kl 11. Vaknaði svo í nótt, klæddi mig úr og hélt áfram að sofa.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var