Helgin ljúf og góð, allavegna hjá mér. Finnur skellti sér á djammið á laugardagskvöldið, með Hirti og Bent og þar sem langt er síðan síðast voru eftirköstin nokkur. Hahahahahah!!
Á meðan strákarnir dönsuðu af sér rassgatið sátum við Dagný hér heima í Søllerød með rauðvín í glasi og fylgdumst með Eurovision með öðru auganu.
Á laugardaginn fórum við familían í bæinn og létum loks verða af því að fara í marrakóska verslun á Vesterbrogade og kaupa Tagine ásamt ýmsu öðru. Nú bíðum við eftir tækifærinu til þess að elda tagine rétt og hlökkum til. Skemmtilegast væri ef við fengum liðsauka frá Sólheimum til þess að aðstoða við eldamennskuna:-)
Hvad så søs??
Annars horfðum við Finnur á okkar fyrstu ekta Bollywood mynd um helgina, 3 tíma mynd um uppreisnarmanninn Mangal Pandey og heitir myndin The Rising. Stórgóð mynd og mikil fræðsla.
Jæja ég sendi rigningarkveðjur til ykkar í vetrarhörkum heima og vona að e-r sem lesi þennan texta hafi sólina allt um kring, sjáanlega!
Kys og knus
Hanna
Ummæli