Dagur 3, punktur. Venjubundinn morgunmatur en færi mig nú upp á skaptið og hef að innbyrða brauð með hnetusmjöri og sultu. Alger steinn í magann í morgunsárið...
Námskeið skiptir yfir í hands on, skipt upp í hópa og farið í að útfæra árásaraðferðir. Reynt að gera þetta skipulega með því að hanna árásirnar fyrst.
Farið niður á Bellevue Square í stóra verslunarkjarnann fram að kvöldmat. Keypti tvenna skó fyrir $97
Matur með Lance og hinum testurunum á Ruth's ?????. Svaka steikur, fínn staður, góð þjónusta. Alltaf sami hraðinnn á þjónunum. Passa að halda vel í diskana.
Náði að smakka þrjá bjóra: Mac and Jack (redmond ófiltereaður), Pyramide Ale og annan ale.
Fínt kjötflykki en nokkuð feitt. Fékk mér ís á eftir, tvær kúlur í vínglasi.
Komnir heim rúmlega 10, sofnaði með skóna óreimaða við hlið mér. Frekar þreyttur.
Ummæli