er yndislegt, ég geri það sem ég vil
og í gær var ekið til Roskilde og í dag ekið í dýragarðinn og á morgun verður etv. ekið út á Amager. Ekki slæmt það.
Við vorum reyndar að tala um það í dag hvað við erum saklausir (lesist auðtrúa) kaupendur. Því að við trúðum öllu því sem strákurinn, sem seldi okkur bílinn, sagði og höfðum ekki vit á að athuga eitt eða neitt. Vorum t.d. að spá í því í dag hvort það væri ekki örugglega varadekk í bílnum og jú, það var á sínum stað þegar það var athugað. En að hafa ekki vit á að kanna svona basic atriði - sveppir, algjörir myglusveppir.
Hef verið að hugsa um hversdagsleikann og hversu stóru hlutverki hann gegnir í okkar lífi. En er hann af hinu góða eða hvað? Er hægt að komast hjá honum eða ekki? Höfum við e-ð um hann segja "når det kommer til stykket"? Eða er hann dásamlegur eins og hann er?
Hilsen
Blöbbý bullukolla
Ummæli