Síðasti dagurinn, kíkt á markað, búðir og safn. Heimferð
Pakkað í morgunsárið, vaknaði snemma um kl 6. Horfði á morgunfréttirnar og fór í sturtu.
Morgunmatur að venju, svo fórum við niður í bæ. Héldum að við ættum stefnumót við Bang og Nuriu um kl 10 á Palace Center Market. Reyndist ekki vera svo. Skoðuðum líflegan markaðinn, hálfgert kolaport.
Röltum svolítið um, Djordje verslaði í Banana republic. Héldum áfram upp að Seattle space needle. Fylgdum monorail, sem gengur víst ekki vegna slyss fyrir 2 mán eða svo.
Fórum á Music experience safnið. Mjög áhugavert í alla staði. 2 klst flugu hratt og þá áttum við eftir að fara í gegnum Dylan hlutann sem við gerðum frekar hratt. Allt annað, eins og músikvinnustofurnar, komumst við ekki yfir. Þetta getur tekið meira en dag að fara í gegnum þetta almennilega.
Röltum um og fundum Lola veitingastaðinn sem var alveg ljómandi. Mátulega stórir skammtar Shawarma strimlar með cumin kryddi gerðu sig vel ásamt gríska jógúrt ísnum með bláberjunum. Kaffið setti punktinn yfir i-ið.
Kominn tími að rúlla út á völl. Villuráfandi Björn og Nuria leiddu okkur loksins að sínum bílaleigubíl og við settum farangurinn okkar þangað. Við Klaus lóðsuðum Björn á réttan stað eftir vegi 99.
Vélinni seinkað um rúml klst. Setið og slakað á, rápað í bókabúð ofl. Klára þessa færslu hér áður en rafmagnið klárast
Ummæli