Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2006

Eyðslukló

Í dag verslaði ég frímerki fyrir 222.75 dkr. og því geta sumir aldeilis hlakkað til ...... Allt útlit er fyrir að við hjúin förum saman út um næstu helgi, tilhlökkunin er gríðarleg en við höldum okkur okkur samt sem áður á mottunni. Ástæðan er sú að það er frekar stórt hópur sem ekki má veikjast til þess að af þessu verði en við erum bjartsýn...... Ástar- og hraustleikakveðjur til ykkar um allan heim! Hanna

Það sem átti að verða

Ég ætlaði nú aldeilis að skrifa ykkur um þvílíka snjókomu og þá reiði sem Danir hafa kallað yfir sig. Lenti svo bara í góðu spjalli við Guðrúnu Bjarna og tíminn leið..... Læt heyra í mér seinna. Kys og knus Hanna - sem klífur skafla ;-)

Við eigum afmæli í dag

Sex ár eru í dag liðin frá því að við hjúin rugluðum saman reitum okkar, ég krúnurökuð og Finnur í Iggy Pop bol - rokkararnir sem rugluðust í ríminu ;o) Enn er þorranum fagnað í Höfninni og sendum við bestu kveðjur þangað. Helgin hefur lukkast vel fram að þessu, bílaleigubíll á planinu og búið að kíkja í Ikea/Toys r'us/Elgiganten/McDonald's og svo var farið í heimsókn til Dagnýjar, Hjölla og Kolbeins Hrafns í dag. Dásamlegt hreint þrátt fyrir 5 gráðu frost - brrrrrrr. Takk kærlega fyrir okkur - börnin sváfu eins og englar á leiðinni heim. Við erum nú búin að njóta kertaljósarmáltíðar með rauðvínsglas og komin í eftirréttinn. Í samræðum okkar höfum við farið um víðan völl og komum inn á það að vera í fjöltyngdu umhverfi. Því fannst okkur tilvalið að deila með ykkur tveimur sögum af okkar snilli í erlendum tungumálum: Dag einn var ég að spjalla við Joan, dagmömmu ÁLF, í símann og var að segja henni hvernig heilsan hjá Ástu Lísu hefði verið meðan á hlaupabólunni stóð. Ég ætlaði að