Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2005

Rokkað í Køben

Snigillinn sagði: Enn eitt kvöldið fékk ég bæjarleyfi og því var haldið niður í miðbæ Kaupmannahafnar. Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég myndi fara á tónleika með Anne Linnet í nóvember og þeir voru einmitt á laugardagskvöldið. Íris og Magga voru hér hjá okkur og við nutum samvista við þær á milli þess sem þær sóttu tónleikastaði heim. Takk kærlega fyrir komuna, stúlkur. Við vonum að heimferðin hafi gengið vel! En aftur að laugardagskvöldinu .....   sem var frábært. Anne Linnet er hreinlega frábær tónlistarmaður. Krafturinn í henni og frá er ótrúlegur og því voru tónleikarnir heilmikil upplifun. Það er svo gaman að heyra Anne segja frá t.d. skýjum, hegðun fugla, upplifun af vatni og afbrýðissemi á hátt sem fær mann til að nánast upplifa lýsinguna hennar. Anne hefur víst ekki farið ávallt troðnar slóðir í lífinu, og þar af leiðandi er tónlistin hennar undir miklum áhrifum af því. Platan "Her hos mig" sem kom út í október fer með mann í gegnum heila sögu sem hún skýrir svo

Svipmyndir

Nokkrar nýjar myndir eru komnar í albúmið. Þar á meðal frá framkvæmdum, Raadvaad deginum ofl.

Andleysi

Snigillinn sagði: Skrýtið þetta andleysi sem hellist oft yfir mig þegar ég er sest við tölvuna og ætla að skrifa e-ð. Eins og heilastarfsemin leggist af. Flakka þá á milli síða og geri í raun ekki neitt. En nú er kominn tími til að skrifa því að langt er síðan síðast.   Heil vika ... og þá er bara að rifja upp. Valla og Sæmi komu á miðvikudaginn sl. Og voru fram á laugardag. Ljúft það og börnin sérlega hrifin. Við bjuggumst við að ÁLF myndi vera e-ð feimin við þau en ekki aldeilis. Þegar ég og Valla sóttum hana í Legestuen á fimmtudaginn var alveg spurning hvort ÁLF vildi meira til mín en ömmu sinnar. Gott mál! Við fórum í Experimentarium á fimmtudaginn og í Tivoli á föstudeginum og skemmtum okkur vel þrátt fyrir að frostið biti ansi skart í kinn. Á laugardagskvöldið fór ég í bæinn, fékk s.s. bæjarleyfi hjá manninum en þið sem hann þekkið þá gerist það ekki oft ;-) Ég fór og hitti Jenný, Silju, Berglindi og Ellen. Seinna komu svo Davíð og Sanne. Við borðuðum á Ankara sem er tyrkneskur

Október 2005, Baldur Freyr

Margt gerðist hjá Baldri í október. Hann byrjaði í nýjum leikskóla, fór að kúka í klósett, fór á kanó í fyrsta skipti ofl... Byrjar í Engevang Syd (leik)skólanum þann 3. október. Gengur nokkuð vel í aðlögunni. Klárar fyrstu vikuna ágætlega með smá niðursveiflu eftir hádegi á föstudeginum, þegar þrekið hefur sennilega verið búið. Er annars ánægður með að vera með öðrum krökkum að leika. Einn íslenskur strákur er líka þarna: Garðar (Gæi). Morgnarnir eru oftast erfiðir, lítill í sér og grætur. Hundaleikur tekinn í gagnið: binda hundinn (pabba/mömmu) og skilja eftir fastan við kommóðu eða önnur húsgögn. Er hrifinn af köttum. Latibær uppgötvast á Norskri stöð (tv 2). Mjög vinsælt og tekið upp á spólu. Farinn að horfa á meiri flóru af teiknimyndum og barnaefni, enda úrvalið mjög mikið í stöðvaflórunni. Fer að sofaupp í hjá foreldrunum. "Þú átt að sofa bara í þínu rúmi", "Nei, stundum þarf að sofa í þessu rúmi. Stundum er það bara svoleiðis.". Mát. Frasar: "Þannig er

Október 2005, Ásta Lísa

Í október varð Ásta Lísa eins árs hvorki meira né minna. Fær pláss hjá fyrstu dagmömmu sinni ofl... Gangbrautarljós. Finnst svo gaman að fá að ýta á takkana. Byrjar að skríkja um leið og götuljós eru í augnsýn. Finnst líka gaman að ýta á takkana í lyftunum. Stingur sjálf með gaffli í matarbitana eftir stutta sýnikennslu. Getur sjálf! Voða hrifin af því að leika sér með plastdósirnar marglitu sem má raða ofan á og inn í hvor aðra. Farin að fara aðeins upp á hnén. Frekar löt við að standa í fæturnar, setur þær frekar í setstöðu þegar prófa á að tosa upp og láta standa. Tennurnar ryðjast fram. Fjögur stykki jaxlar koma upp á yfirborðið. Mikill pirringur vegna þess. Augntönn vinstra megin uppi kemur líka í ljós. Mikið að gera á gólfinu og oft verið að færa hluti fram og til baka, inn og út úr skúffum. Setja dót í uppþvottavélina og inn í skápa. Leikurinn gjörðusvovel-takk-gjörðusvovel-takk-.... osfrv voða vinsæll. Setur Fisher-Price kalla sjálf í stóla og kubbar saman Lego kubbum (stórum).

Hæ hó ég hlakka til

Herforinginn sagði: þegar þessu veikindastússi verður lokið. Tengdó að koma á morgun og Finnur lagstur í bælið.   Það er ekki alveg rétti tíminn fyrir veikindi, en hvenær er það svo sem? Ég vona bara að þetta verði ekki í langan tíma, vinsamlega sendið góða straum! Enn og aftur datt mér líkingin við herforingjann í hug. Ég held að maður sé nokkuð gott efni í herforingja miðað við æfinguna á börnunum, sérstaklega á dögum sem þessum þar sem allt þarf að ganga nokkuð smurt. Ásta hefur sent frá sér sitt fyrsta bréf frá Marokkó og lætur mjög vel af sér. Ég býð spennt eftir því að fá smámunalegar lýsingar af öllu, alveg væri ég til í að vera að skoða svona nýjan heim. Svo að nú er ekkert annað en að drífa sig í að læra frönsku og fara! Ég sendi mínar hlýjustu kveðjur niðureftir - stór koss. Það er orðið ansi napurt og í dag hefur blásið þokkalega. Í kvöld er hinsvegar fullt tungl, eins og hjá ykkur hinum líka ;-) og hér er heiðskírt og þvílík fegurð. Ég verð alltaf jafnagndofa yfir náttúrunn

Ungur piltur

Elsku Harpa og Torfi Til hamingju með prinsinn ykkar. Ég hlakka til að sjá ykkur öll, vona bara að það líði ekki ár og öld þar til það verður. Gangi ykkur vel í nýju hlutverkunum!! Ástarkveðjur Hanna

Undarlegt

Freðfinnur sagði: Helgin hjá okkur var um margt frekar undarleg þótt hún hafi í sjálfu sér ekki verið mjög viðburðarrík. Ekki nálægt því eins viðburðarrík eins og dagarnir eru hjá henni Ástu okkar sem er sennilega núna í þessum töluðu orðum að knúsa Rachid sinn í Morokkó. Undarlegt að hún sé flogin suður á bóginn eins og farfuglarnir.... Á laugardagsmorguninn var undarlegt að koma niður í stofu og sjá auðan svefnsófan þar sem Ásta hafði bylt sér undanfarnar nætur. En hún var farin til London í einn sólarhring að bíða eftir aðalfluginu: til Marokkó á fund Rachids, hvorki meira né minna. Þennan morguninn mátti vægt orða það sem svo að Baldur Freyr hafi vaknað á röngunni, enda var Ásta Lísa að ræsa fjöskylduna fullsnemma þarna klukkan hálf sjö. Morgunverkin höfðu nú samt sinn vanagang og okkur datt svo í hug að annað okkar færi með Baldur Frey í sundhöllina sem við höfðum svo lengi ætlað okkur. Aðeins að viðra frumburðinn og gera eitthvað skemmtilegt. {mosimage} Það varð því úr að við feð

Börnin mín kær

Móðirin sagði: Nú er ferðin hennar Sibbý á vit ævintýranna í Morokkó hafin. Það er búið að vera yndislegt að hafa hana og við ansi dugleg að hafa það gott. Því brá mér er ég hrökk upp í nótt við óþægileg hljóð.   Sibbý greyið var orðin veik og faðmaði Gustavsbergið. Hún hefur það þó betra núna en þetta var ekki alveg tekið með í reikninginn þegar ferðalagið var undirbúið. En til þess að vera nú svolítil Pollýanna þá segi ég; betra hér en þar. Það væri nú ekki gaman að vera nýbúin að hitta fjölskyldu R og verða svo veik. Óneiónei. En það er ekki nóg að hún Sibbý sé/var veik heldur er hann Baldur Freyr líka veikur. Hann var e-ð svo ofsalega þreyttur eftir leikskólann í gær og borðaði lítið af matnum sínum. Hann sofnaði svo um 7 í gærkvöldið, vaknaði aftur um 11 en fór fljótt aftur í rúmið með foreldrum sínum. En þegar við vöknuðum í morgun var staðreyndin óumflýjanleg, hann er með hita. Þau sofa nú frændsystkinin saman uppi í herbergi og vonandi mun þeim líða betur þegar þau vakna. Ég gl

Koma hinnar eðalbornu

Ég hef verið hér eins og útspýtt hundskinn við þrif á íbúðinni og ekki vanþörf á. Það sem dreif mig hvað allra mest áfram var að von er á hinni umhverfisvænu á hverri mínútu. Hún Sibbý systir mín er nefnilega að koma bara rétt bráðum og er nú í þessum skrifuðu orðum eflaust að lenda á Kastrup. Mikið hlakka ég til. Ryksugan hlakkaði greinilega líka til vegna þess að hún fór hreinlega yfir um af spenningi. Þegar það gerðist dreif ég mig í að slökkva á vélinni og koma henni út fyrir svona ef e-r eldur væri í uppsiglingu. Eftir smátíma afréð ég að kíkja á hana og tók úr poka og filter, prófaði svo að setja hana aftur í gang og þá sté upp þessi mikli reykur úr öllum vitum vélarinnar. Hún er því úrskurðuð látin eða í það minnsta mikið biluð. Þá kemur einmitt upp umhverfissjónarmiðið, eigum við að gera við vélina eða kaupa nýja þar sem báðir möguleikarnir geta kostað jafnmikið. Umhverfislega séð ættum við að gera við vélina, því betra er að endurnýta en að henda og kaupa nýtt. Við eigum efti

Er ég á Íslandi??

Íslending sagði: Já það var einmitt stóra spurningin sem leitaði á okkur í dag er við lögðum leið okkar til Kaupmannahafnar en skýringin kom fljótt í ljós.   Við vorum ekki fyrr mætt í pulsuvagninn nærri Vesterport station en íslenskan hljómaði um allt. Og áður en margar mínútur liðu hittum við hana Rósu Lyng. Hún útskýrði fyrir okkur alla þessa Íslendingamergð. Haukar voru víst að spila við Århus í handboltanum og Sálin hans Jóns míns er á Vega í kvöld. Það voru víst ansi mörg starfsmannafélög og saumaklúbbar sem sáu sér leik á borði og fylktust til Kongens København. Ég er ekkert að grínast með að það var nánast eins og að vera í miðbæ Rvk, svo margir voru Íslendingarnir. Ég óska því öllum þeim sem leggja leið sína á Vega í kvöld góðrar skemmtunar. Sibbý - hún Rósa bað fyrir sérlega góðri kveðju til þín! Við hittum Dagnýju og Kolbein Hrafn á Rådhuspladsen og Hjörtur hitti okkur svo stuttu seinna í Kongens Have. Við eyddum svo deginum með þeim og höfðum það gott. Þeir eru svo frábærir

Skrýtin tilfinning

Kærleiksbjörn sagði: Í dag er 4. nóvember, J-dagur og veðrið alveg hreint yndislegt. Hér er um 12 stiga hiti, fá ský á lofti og hellingur af laufblöðum á trjánum ennþá. En von er á snjókomu. Ég er hrifin af þessu! Stórt skref var stigið í dag ....   Snjókoma?? Já mikið rétt, því í kvöld kl. 20.59 mun fyrsti snjórinn falla til jarðar og honum mun eflaust fylgja gleði. Snjórinn er í formi bjórs og það er Tuborg sem gefur kassavís af honum í kvöld. Við munum ekki taka þátt í gleðinni nú í ár (kannski næsta ;-) ) en aldrei að vita nema ég versli e-n góðan bjór til þess njóta í kvöld. Í dag er hún Ásta Lísa ein í fyrsta sinn hjá dagmömmunni sinni og nú eru komnir tveir tímar frá því að ég fór með hana og enn ekkert heyrst svo að það hlýtur að ganga þokkalega. Þetta er ansi stórt skref fyrir okkur mæðgurnar og ekki frá því að ég sé með hálfgert samviskubit að sitja hér við tölvuna. Ég hlakka til að fara að ná í hana nú eftir um klukkutíma og heyra hvernig hefur gengið. Hún er nú reyndar sodd

Nýjar myndir

Myndarlegi maðurinn sagði: Já það kom að því: nýr og vænn skammtur af myndum af lífinu hér ytra er kominn í myndaalbúmið okkar. Það verður að viðurkennast að það er um nokkuð liðið síðan síðasti skammtur kom inn (mánuður) en það stafar aðallega af því að myndirnar koma af símanum mínum yfir á vinnufartölvuna og svo þurfa þær að skutlast þaðan inn á netið. Hér var ég sem sagt að þylja upp einhvern tæknilegan fyrirslátt fyrir þessari bið. Íris, þú getur andað rólega núna og ég skal vera duglegri að setja inn næstu myndir ;o)

Er barnið komið??

Móðirin sagði: Netsambandið er ekki upp á sitt besta þessa dagana, dettur inn og út. Pirrandi. Sérstaklega þar sem þetta er sambandið við umheiminn. Ýmislegt er búið að gerast síðan minn heittelskaði skrifaði hér inn síðast.   Ásta Lísa er eins og netsambandið, ekki alveg upp á sitt besta. Það er samt ekki hægt að benda á neitt annað en tennurnar en þær eru að koma hver af annarri. Hún er ekki alveg eins kát og hún á að sér að vera og móðursjúk er hún sem aldrei fyrr. Ég fór með hana til dagmömmunnar, Joan í morgun. ÁLF var mjög vör um sig og grét dramatárum þegar mamman dirfðist að fara á klósettið. Henni fannst ég ansi hörð við sig. Á morgun mun ég fara með hana og skilja hana eftir. Ég verð að viðurkenna að ég er með smákvíðahnút í maganum yfir því. En hún hlýtur að læra þetta, er það ekki? En þar sem bæði börnin eru komin í dagvistun þá get ég víst farið að huga að sjálfri mér. Hvað vil ég? Það er skrýtin spurning en svarið hlýtur að líta dagsins ljós einhvern daginn. Ekki það að é