Nú er ferðin hennar Sibbý á vit ævintýranna í Morokkó hafin. Það er búið að vera yndislegt að hafa hana og við ansi dugleg að hafa það gott. Því brá mér er ég hrökk upp í nótt við óþægileg hljóð.
Sibbý greyið var orðin veik og faðmaði Gustavsbergið. Hún hefur það þó betra núna en þetta var ekki alveg tekið með í reikninginn þegar ferðalagið var undirbúið. En til þess að vera nú svolítil Pollýanna þá segi ég; betra hér en þar. Það væri nú ekki gaman að vera nýbúin að hitta fjölskyldu R og verða svo veik. Óneiónei. En það er ekki nóg að hún Sibbý sé/var veik heldur er hann Baldur Freyr líka veikur. Hann var e-ð svo ofsalega þreyttur eftir leikskólann í gær og borðaði lítið af matnum sínum. Hann sofnaði svo um 7 í gærkvöldið, vaknaði aftur um 11 en fór fljótt aftur í rúmið með foreldrum sínum. En þegar við vöknuðum í morgun var staðreyndin óumflýjanleg, hann er með hita. Þau sofa nú frændsystkinin saman uppi í herbergi og vonandi mun þeim líða betur þegar þau vakna.
Ég glími við e-n einbeitingarskort hér við tölvuna, kveð því í bili og vona að þið eigið öll góða helgi.
Kys og knus
Hanna
Ummæli