Fara í aðalinnihald

Skrýtin tilfinning

Kærleiksbjörn sagði:

Í dag er 4. nóvember, J-dagur og veðrið alveg hreint yndislegt. Hér er um 12 stiga hiti, fá ský á lofti og hellingur af laufblöðum á trjánum ennþá. En von er á snjókomu. Ég er hrifin af þessu! Stórt skref var stigið í dag ....

 


Snjókoma?? Já mikið rétt, því í kvöld kl. 20.59 mun fyrsti snjórinn falla til jarðar og honum mun eflaust fylgja gleði. Snjórinn er í formi bjórs og það er Tuborg sem gefur kassavís af honum í kvöld. Við munum ekki taka þátt í gleðinni nú í ár (kannski næsta ;-) ) en aldrei að vita nema ég versli e-n góðan bjór til þess njóta í kvöld.

Í dag er hún Ásta Lísa ein í fyrsta sinn hjá dagmömmunni sinni og nú eru komnir tveir tímar frá því að ég fór með hana og enn ekkert heyrst svo að það hlýtur að ganga þokkalega. Þetta er ansi stórt skref fyrir okkur mæðgurnar og ekki frá því að ég sé með hálfgert samviskubit að sitja hér við tölvuna. Ég hlakka til að fara að ná í hana nú eftir um klukkutíma og heyra hvernig hefur gengið. Hún er nú reyndar soddan félagsvera að ég held að hún komi til með að njóta þess að vera í félagsskap annarra barna.

Það er alltaf jafngaman hvað heimurinn er lítill. Á sunnudaginn sl. hitti ég hana Helgu kennara úr Húsó á götu í Kaupmannahöfn. Við vorum að fara yfir götu hjá Nørreport þar sem ég heyri íslensku, lít til hliðar og þar var hún Helga og maðurinn hennar. Mér finnst gaman að hitta Helgu.

Enn og aftur er ég glöð!! Hún Ásta systir mín er að koma á þriðjudaginn og hún ætlar að vera fram á laugardag. Ég er með ýmsar hugmyndir um hvað verður gert en ætli ég beri það ekki undir hana áður en framkvæmt verður. Hún er jú stóra systirin! Mikið hlakka ég til að þú komir elsku sys!

Og enn af heimsóknum því að nú hafa mor&far&Anja studd við bakið á íslenskum flugiðnaði. Von er á þeim 26. desember og heimferð rétt fyrir nýja árið. Nú hef ég ennþá meira til að hlakka til!!

Verið velkomin öllsömul :-)

Það er nú ekki oft sem ég horfi á Judging Amy en gerði það á þriðjudagskvöldið. Amy sagði svolítið sem hefur fengið mig til að hugsa, hún sagði "we have to look out for eachother, all of us". Það var verið að fjalla um mál tveggja manna, sem áður voru vinir en höfðu fetað mismunandi stíga í lífinu. Báðir voru þeir múslimar, annar heittrúaður en hinn ekki og sá átti kærustu sem ekki var múslimi.
Þó svo að þetta hafi verið atriði í sjónvarpsþætti þá held ég að þetta sé einmitt málið. Við þurfum að sýna hvort öðru aðeins meiri kærleik; hvernig svo sem við lítum út, hvaðan við komum, hvaða trú við höfum, hvaða fatasmekk, tónlistarsmekk, talgalla, útlitsgalla, eða bara hvað það nú er sem getur vakið viðbrögð. Stundum eru viðbrögð okkar við því sem er öðruvísi svo snögg og hvöss að við gleymum að líta í eigin barm. Við eigum jú öll okkar galla, suma sem við reynum að fela og aðra sem við reynum að vinna í. Við lítum líka mismunandi augum hvað eru gallar og hvað ekki, í mínum huga getur galli verið kostur en öfugt í þínum.

Ég ætla í kjölfarið af þessari hugleiðingu að biðja ykkur sem lesið þetta að hafa þetta bakvið eyrað. Reyndu að sýna aðeins meiri náungakærleik í dag en í gær, aðeins meira umburðarlyndi, aðeins meira af hinu góða. Ég er alveg sannfærð um að það sem við sýnum í dag fáum við tilbaka á morgun.

Kærleiksknús til ykkar allra og vona ég að helgin sem framundan er verði ein sú besta í lífi ykkar.

Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var