Fara í aðalinnihald

Rokkað í Køben

Snigillinn sagði:

Enn eitt kvöldið fékk ég bæjarleyfi og því var haldið niður í miðbæ Kaupmannahafnar. Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég myndi fara á tónleika með Anne Linnet í nóvember og þeir voru einmitt á laugardagskvöldið. Íris og Magga voru hér hjá okkur og við nutum samvista við þær á milli þess sem þær sóttu tónleikastaði heim. Takk kærlega fyrir komuna, stúlkur. Við vonum að heimferðin hafi gengið vel! En aftur að laugardagskvöldinu .....

 


sem var frábært. Anne Linnet er hreinlega frábær tónlistarmaður. Krafturinn í henni og frá er ótrúlegur og því voru tónleikarnir heilmikil upplifun. Það er svo gaman að heyra Anne segja frá t.d. skýjum, hegðun fugla, upplifun af vatni og afbrýðissemi á hátt sem fær mann til að nánast upplifa lýsinguna hennar.

Anne hefur víst ekki farið ávallt troðnar slóðir í lífinu, og þar af leiðandi er tónlistin hennar undir miklum áhrifum af því. Platan "Her hos mig" sem kom út í október fer með mann í gegnum heila sögu sem hún skýrir svo flott á tónleikunum. Svo skilur hún mann einmitt í þessu ástandi að vilja vita meira og meira og meira.... svo að nú bíð ég spennt eftir því sem koma skal.

Eitt af því sem heillar mig hvað mest við tónlist yfirhöfuð er þegar hún kemur manni í ákveðið hugarástand og fær mann til að taka allan tilfinningaskalann og muna eftir atburðum sem tengjast einmitt hinum og þessum tilfinningum. Tónlistin og stemningin sem var á tónleikunum hrifu mig svo sannarlega á braut og komu mér í þetta hugarástand.

Á leiðinni heim í lestinni urðu við fyrir annarri og ekki eins ánægjulegri sýn. Það kom maður inn í klefann og settist niður fyrir aftan okkur. Fljótlega gaus upp mikil límlykt og við sáum svo að lyktin fylgdi honum því að hann var að sniffa. Aumingja maðurinn, hann var svo út úr öllum raunveruleika og gerði ekkert annað en að "bögga" fólkið í lestinni. Sorglegt.

Í gær var "julehyggen" í (leik)skólanum hans BFF. Þar hittust foreldrar og börn og boðið var upp á æbleskiver, pebbernødder, glögg og saft. Þetta byrjaði kl. 15.30 og þegar ég kom um 4, þá sé ég að BFF er að borða æbleskiver. Bettina kallar á mig og sagðist bara vilja láta mig vita að hann væri búin að borða "rigtig rigtig mange", etv. 10 stk. æbleskiver, svona ef vera skyldi að honum yrði illt í maganum. Hann hélt svo áfram að borða, eflaust 3-4 til viðbótar og þegar hann fékk sér bita dýfði hann æbleskiven samviskusamlega í sultuna og flórsykurinn. Þessi elska! En hann var alveg í fínu standi á eftir, lék sér með strákunum og var eins og ljós. Hann borðaði hinsvegar ekki mikið í kvöldmat og skyldi engan undra ;-) Ásta Lísa skemmti sér einnig konunglega í skólanum eins og við var að búast, en henni finnst alltaf svo gaman að koma inn í skólann hans BFF.

Jæja ætli ég verði ekki að fara að gera e-ð, mor&far eru að koma á föstudaginn - JIBBÍ JIBBÍ - og þá er nú eins gott að hafa allt hreint & fínt fyrir hana Oddný og setja upp eins og eina, tvær seríur fyrir hann Jakob. Mikið rosalega hlakka ég til að sjá þau!!

Ég sendi ykkur mínar ástarkveðjur og munið að þó ég sé ekki alltaf að skrifa hér inn á síðuna, þá er ég alltaf að hugsa um það sem ég gæti sagt ykkur. En það er nú bara eins og það er, ég fæ ekki alltaf gert allt sem ég hugsa og langar til ;-(

Svo að lokum munið að njóta undirbúnings jólanna, því jólin og stemning þeirra byggir á undirbúningnum.

Kys og kram
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var