Í október varð Ásta Lísa eins árs hvorki meira né minna. Fær pláss hjá fyrstu dagmömmu sinni ofl...
- Gangbrautarljós. Finnst svo gaman að fá að ýta á takkana. Byrjar að skríkja um leið og götuljós eru í augnsýn. Finnst líka gaman að ýta á takkana í lyftunum.
- Stingur sjálf með gaffli í matarbitana eftir stutta sýnikennslu. Getur sjálf!
- Voða hrifin af því að leika sér með plastdósirnar marglitu sem má raða ofan á og inn í hvor aðra.
- Farin að fara aðeins upp á hnén. Frekar löt við að standa í fæturnar, setur þær frekar í setstöðu þegar prófa á að tosa upp og láta standa.
- Tennurnar ryðjast fram. Fjögur stykki jaxlar koma upp á yfirborðið. Mikill pirringur vegna þess. Augntönn vinstra megin uppi kemur líka í ljós.
- Mikið að gera á gólfinu og oft verið að færa hluti fram og til baka, inn og út úr skúffum. Setja dót í uppþvottavélina og inn í skápa. Leikurinn gjörðusvovel-takk-gjörðusvovel-takk-.... osfrv voða vinsæll.
- Setur Fisher-Price kalla sjálf í stóla og kubbar saman Lego kubbum (stórum).
- Vill svolítið fara að ráða því hvenær er farið að sofa á daginn og stundum á kvöldin líka, sem er alveg nýtt fyrir foreldrunum. Ótti grípur um sig að dýrðardagar svefnljúflegheitanna sé á enda þegar mótmælin eru sem háværust hjá litlu dömunni.
- Er alveg vitlaus í þurrkaðan ananas og svolítið sólgin í rúsinur í hallæri ef ananasinn er ekki í boði.
- Fær pláss hjá dagmömmunni Joan Peterson í Egehegnet. Fer í kynnisheimsókn með pabba sínum. Gríðarhrifin af bollunum sem Joan bakaði en vill mest vera við og í fanginu á pabba. Fer svo í 1 árs skoðun og sprautu á eftir. Vegur rúmlega 8 kg
Ummæli