Margt gerðist hjá Baldri í október. Hann byrjaði í nýjum leikskóla, fór að kúka í klósett, fór á kanó í fyrsta skipti ofl...
- Byrjar í Engevang Syd (leik)skólanum þann 3. október. Gengur nokkuð vel í aðlögunni. Klárar fyrstu vikuna ágætlega með smá niðursveiflu eftir hádegi á föstudeginum, þegar þrekið hefur sennilega verið búið. Er annars ánægður með að vera með öðrum krökkum að leika. Einn íslenskur strákur er líka þarna: Garðar (Gæi). Morgnarnir eru oftast erfiðir, lítill í sér og grætur.
- Hundaleikur tekinn í gagnið: binda hundinn (pabba/mömmu) og skilja eftir fastan við kommóðu eða önnur húsgögn. Er hrifinn af köttum.
- Latibær uppgötvast á Norskri stöð (tv 2). Mjög vinsælt og tekið upp á spólu. Farinn að horfa á meiri flóru af teiknimyndum og barnaefni, enda úrvalið mjög mikið í stöðvaflórunni.
- Fer að sofaupp í hjá foreldrunum. "Þú átt að sofa bara í þínu rúmi", "Nei, stundum þarf að sofa í þessu rúmi. Stundum er það bara svoleiðis.". Mát.
- Frasar: "Þannig er það bara!" enda samtölin oft á tíðum. Upp við hurð: "Ég er að hugsa (í mig)"
- Danska Nej kemur sterkt inn. Ahhh, nejjj.
- Uppgötvar Andrés Önd í Disney stundinni. Verður forfallinn aðdáandi frá fyrstu mínútu.
- Fer að kúka í klósett að undangengu umbunarkerfi þar sem verðlaunin voru gítar eftir þrjú skiptin.
- Stundum sport að vera með MP3 spilarann hans pabba þegar hjólað er í leikskólann. Hlustað á The Shins og Stine Nordenstam
- Ferá kanó með mömmu á opnum degi í Raadvad Naturskolen. Sér líka fláningu dádýrs við sama tilefni upp við húsvegg. Ekki mjög hrifinn af því: "Af hverju er búið að skera í rassinn?"
Ummæli