Á þessu síðustu og mestu tímum er ógalið að líta svolítið í eigin garð. Það gerði ég í allt sumar.... og tók myndir af því ferli. From Garðurinn Ég og Hanna tókum á leigu garðskika hérna útfrá bakvið róló og fórum í gegnum jómfrúarsumarið okkar með hann. Amma Valla kom sterk inn í apríl í plægingu og standsetningu sem skapaði grundvöll allrar framþróunnar þaðan í frá. Ýmislegt var reynt og rekið sig á. En í sumarlok held ég að við höfum bara verið nokkuð sátt. Smá endurhönnun var gerð á bréfsnepli á eldhúsborðinu eitt kvöldið og svo var pælt upp og sáð grasi í eitt hornið svona til frekari yndisauka. Hanna var ekki alveg að kaupa "freestyle" útlitið sem er víst þó í tísku í garðaheiminum. Einnig skelltum við upp moltukassa sem gleypir við lífrænum úrgangi okkar í hverri viku. Stundum er þetta ekki ósvipað og í heimi viðskiptanna: það þarf að henda úrganginum í safnhaug til rotnunnar og til nytja næstu kynslóða í formi áburðar.....