Hrúga af sultu á glóðvolgu ítalska speltbrauðinu. Baldur Freyr lét öll tilmæli um hófsemi í sultumokstri sem vind um eyru þjóta, haugurinn bar þess merki. Svo var bitið í. Og sjá, hér losnaði loksins þessi hægri framtönn sem hafði dinglað svo lengi framan í okkur. Þá eru þðr dottnar fimm vinkonurnar og tvær holur bíða þess að verða fylltar.
Ásta Lísa er líka að taka ýmis skref áfram. Núna í dag var ekki lengur málið að vera með ermakúta í sundinu. Ég myndi álykta að þetta komi til eftir að við feðginin höfðum verið að prófa að synda án kúta í barnalauginni. Það kom ekki til mála að taka kútana einu sinni með út að sundlaugarbakka. Í staðinn fengum við okkur bara frauðplastskút á bakið og busluðumst með hann á bakinu milli heita pottsins og barnalaugarinnar. Hún er að verða bara nokkuð brött í buslinu stelpurófan. Hef engar áhyggjur af ákveðninni né þrjóskustuðlinum, það er allt til staðar....
Ásta Lísa er líka að taka ýmis skref áfram. Núna í dag var ekki lengur málið að vera með ermakúta í sundinu. Ég myndi álykta að þetta komi til eftir að við feðginin höfðum verið að prófa að synda án kúta í barnalauginni. Það kom ekki til mála að taka kútana einu sinni með út að sundlaugarbakka. Í staðinn fengum við okkur bara frauðplastskút á bakið og busluðumst með hann á bakinu milli heita pottsins og barnalaugarinnar. Hún er að verða bara nokkuð brött í buslinu stelpurófan. Hef engar áhyggjur af ákveðninni né þrjóskustuðlinum, það er allt til staðar....
Ummæli