Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2005

Pabbi minn trommar á nóttinni

{mosimage}Og mamma mín dansar. Pabbi breiðir yfir mig sængina og fer svo að tromma á nóttinni. Þetta tilkynnti mér ungur maður í gær, hann Pétur Sigurdór Pálsson, í stuttu hléi í leiknum við Baldur Frey. Pönnukökurnar áttu aldrei séns og hurfu hver á fætur annarri í brosandi munna þeirra. Norska ríkissjónvarpið er samt við sig og sýnir frá skíðamótum út í það óendanlega. Það er alltaf hægt að treysta á það. Ef það er ekki á NRK1, þá hleypur NRK2 til bjargar!

Bóndadagur

Í dag er bóndadagur og markar það upphaf þorrans. Dagurinn hófst snemma í herbergi Baldurs. Þá var húsbóndinn ræstur út um kl hálfsjö til að leita að rauða Duplo kallinum. Þessum með gleraugun, sjáðu til. Það eru mörg verkin sem falla til í föðurhlutverkinu...

Híbýli vindanna

{mosimage}Híbýli vindanna . Böðvar Guðmundsson, Mál og menning 1995. Þennan sagnabálk átti ég alltaf eftir að lesa og hvaða tími er hentugri en einmitt nú þegar við Hanna eigum pantaða miða þann 5.febrúar á leikgerð Borgarleikhússins af þessu verki. Fyrstu kaflarnir lofa mjög góðu og held ég að allt það lof sem þessi bók hefur hlotið sé fyllilega verðskuldað. Það er óhætt að segja að þetta sé góð bók. Böðvar nær að skapa lifandi frásögn af hokri og hremmingum Íslendinganna sem sigla á vit nýja heimsins til að reyna að byrja betra líf. Eymdin og áföllin eru þó eilíf og alveg magnað að þetta fólk skuli alltaf geta haldið áfram að lifa þrátt fyrir allt sem á dynur. Alveg magnað þó hvað Böðvar nær að koma að húmor í frásögnina, þrátt fyrir það hversu eymdin er í raun mikil hjá sögupersónunum. Svolítið eins og manni fannst bara næstum fyndið hvað Bjartur í Sumarhúsum hafði það vont, enda vildi hann alls ekki hafa það gott. En það er önnur og stórfenglegri saga... Leikgerð Borgarleikhússins

Hlandlófi

Lófi minn verður að hlandlófa þegar sú stutta pissar í hann þar sem ég held á henni áður en hún fer í bað. Einhvern tíman verður víst allt fyrst. Tól bróðursins voru útreiknanlegri, en Ásta náði að lauma bununni óséðri og fyrirvaralaust í lófa minn.

Rúmlega

Ég lá í rúmi í nótt og svaf. Og það var nýtt rúm, að vísu skorti rammann undir því vegna raða mistaka af hendi seljanda í afhendingu. Það stendur þó víst til bóta.

Ástaraldin

{mosimage}Ástaraldin . Karel van Loon , Vaka-Helgafell 2004. Hef verið að kíkja eftir þessari Hollensku bók á bókasafnun að undanförnu. Svo rakst ég á hana milli jóla og nýárs. Þetta fer þokkalega af stað, margir tímaþræðir í gangi samtímis og sagan gerist í raun bæði aftur á bak og áfram, eins og margur hefur ritað sögur sínar. Lögunum er púslað utan um kjarna lauksins þar til heildarmyndin kemur í ljós. Þetta reyndist alveg ágæt bók með ægimörgum hugleiðingum um hvað ef og kannski ef ég hefði o.s.frv. Tilvistarleg kreppan og tómleikinn nær landi eftir að heildarmyndin verður skýr, en það er ekki átakalaust. Síðasta og stærsta púslið kemur sem rúsínan í pylsuendanum og verður að segjast að það kom frekar á óvart.

Jóla og áramótamyndir

Jæja þá eru jólin og áramótin að baki. Nú er ég búinn að setja inn myndir frá jólamánuðinum, skírn Ástu Lísu, áramótunum ofl. Þær má finna í myndasafninu .