{mosimage}Ástaraldin. Karel van Loon, Vaka-Helgafell 2004.
Hef verið að kíkja eftir þessari Hollensku bók á bókasafnun að undanförnu. Svo rakst ég á hana milli jóla og nýárs. Þetta fer þokkalega af stað, margir tímaþræðir í gangi samtímis og sagan gerist í raun bæði aftur á bak og áfram, eins og margur hefur ritað sögur sínar. Lögunum er púslað utan um kjarna lauksins þar til heildarmyndin kemur í ljós.
Þetta reyndist alveg ágæt bók með ægimörgum hugleiðingum um hvað ef og kannski ef ég hefði o.s.frv. Tilvistarleg kreppan og tómleikinn nær landi eftir að heildarmyndin verður skýr, en það er ekki átakalaust.
Síðasta og stærsta púslið kemur sem rúsínan í pylsuendanum og verður að segjast að það kom frekar á óvart.
Ummæli