{mosimage}Híbýli vindanna. Böðvar Guðmundsson, Mál og menning 1995.
Þennan sagnabálk átti ég alltaf eftir að lesa og hvaða tími er hentugri en einmitt nú þegar við Hanna eigum pantaða miða þann 5.febrúar á leikgerð Borgarleikhússins af þessu verki. Fyrstu kaflarnir lofa mjög góðu og held ég að allt það lof sem þessi bók hefur hlotið sé fyllilega verðskuldað.
Það er óhætt að segja að þetta sé góð bók. Böðvar nær að skapa lifandi frásögn af hokri og hremmingum Íslendinganna sem sigla á vit nýja heimsins til að reyna að byrja betra líf. Eymdin og áföllin eru þó eilíf og alveg magnað að þetta fólk skuli alltaf geta haldið áfram að lifa þrátt fyrir allt sem á dynur.
Alveg magnað þó hvað Böðvar nær að koma að húmor í frásögnina, þrátt fyrir það hversu eymdin er í raun mikil hjá sögupersónunum. Svolítið eins og manni fannst bara næstum fyndið hvað Bjartur í Sumarhúsum hafði það vont, enda vildi hann alls ekki hafa það gott. En það er önnur og stórfenglegri saga...
Leikgerð Borgarleikhússins var þó fremur mikil vonbrigði. Var þung og nánast eins og væri að rúlla í gegnum svipmyndir úr bókinni. Þegar Halldóra Geirharðs fór að láta móðan mása með tilþrifum um borð í skipinu, hrökk maður við, hvað var þetta? Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en í hléinu að þetta var ögn af léttleika sem hafði látið mér krossbregða svona...
Lokið: 1. febrúar 2005
Ummæli