Dásamlegt, næsta frílota hófst sl föstudag að loknum vinnudegi. Núna erum við saman í fríi fjölskyldan út 27. júlí. Við skelltum okkur strax niður á Mön á bed&breakfast um 10 km frá klettunum sjálfum. Jónas, Áslaug og börn voru á tjaldsvæðinu og komum við einmitt inn á það í einu hellidembu helgarinnar. Þvílík innkoma við fórum beint í regnstakkana og aðstoðuðum við að tjalda vatnsheldum regndúk yfir tjaldborgina með tilheyrandi stögum og prikum með þrumugnýinn í bakinu. Svo ringdi ekki meir þá helgina. Við áttum frábærar stundir á tjaldsvæðinu við leik, spjall og grill á laugardeginum og svo voru klettarnir teknir út á sunnudeginum í brakandi blíðu. Við snæddum svo saman á túninu við hlið pakistanísku risafjölskylduveislunnar eftir að hafa trítlað allan þennan risastiga. Njörður, Kolbrún, börn og (tengda)foreldrar komu svo á mánudaginn. Við erum búin að bauka nokkuð saman; bakken, út að borða og bæjarferð eru kominn á listann. Við stækkum svo ferðaradíusinn eftir helgi þegar við k