Fara í aðalinnihald

Aftur í Danmörkina

Seint á mánudag komum við aftur til baka frá Svíþjóð eftir ljómandi góða reisu til Mariu og Kjell í Trollhattan. Veðrið var ekki alveg 100% en við létum ekki nokkrar (rosalegar) rigningargusur á okkur fá heldur gerðum sitt lítið af hverju, hingað og þangað. Hér eru helstu atriðin:




  • endurnýjuðum kynnin við Bam-Bam
  • fórum í hörmungar A-Evrópu tívolí
  • borðuðum kebab pizzur (Hanna gat varla beðið eftir að glefsa í þær eftir árs bið)
  • heimsóttum vatnaskemmtihús í dauðum smábæ þar sem við náðum að hitta á eina bæjarrónan, tvisvar!
  • unnum nokkra verðlaunapeninga í þrautabrautum orkuveitunnar
  • unnum ekki í plastandasiglingunni, en það var flott að sjá
  • fórum á rokktónleika þar sem Baldur vildi vera alveg fremst
  • Bohus virkið heimsótt sem stóð ósigrað í 350 ár (var reynt 14 sinnum) og á 700 ára afmæli í ár
  • ofl ofl
Við tókum því rólega á þriðjudaginn á meðan Njörður og stórfjölskylda fór í dýragarðinn Knuthenborg. Miðvikudaginn vorum við í skógarferð með báli, prikbrauði, pulsum og sykurpúðum. Fimmtudag var laaangur dagur í Sommerland Sjælland, frábær garður og tæplega hægt að ná honum öllum þrátt fyrir tæplega 8 tíma dvöl. Í dag var svo haft það gott á ströndinni. Mmmm, ég er að fíla þetta frí. Verst að þegar maður er rétt að komast í (eða meira úr) rytma þá þarf að byrja að vinna aftur, á mánudaginn. Það verður víst að hafa sig.....

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var