Seint á mánudag komum við aftur til baka frá Svíþjóð eftir ljómandi góða reisu til Mariu og Kjell í Trollhattan. Veðrið var ekki alveg 100% en við létum ekki nokkrar (rosalegar) rigningargusur á okkur fá heldur gerðum sitt lítið af hverju, hingað og þangað. Hér eru helstu atriðin:
- endurnýjuðum kynnin við Bam-Bam
- fórum í hörmungar A-Evrópu tívolí
- borðuðum kebab pizzur (Hanna gat varla beðið eftir að glefsa í þær eftir árs bið)
- heimsóttum vatnaskemmtihús í dauðum smábæ þar sem við náðum að hitta á eina bæjarrónan, tvisvar!
- unnum nokkra verðlaunapeninga í þrautabrautum orkuveitunnar
- unnum ekki í plastandasiglingunni, en það var flott að sjá
- fórum á rokktónleika þar sem Baldur vildi vera alveg fremst
- Bohus virkið heimsótt sem stóð ósigrað í 350 ár (var reynt 14 sinnum) og á 700 ára afmæli í ár
- ofl ofl
Ummæli