Dagur 3 í paradísinni rís sem aðrir morgnar hingað til, heiðskírt og sól. Við fáum okkur morgunverð svona með seinni skipunum en trítlum svon niður að laugarbakkanum þar sem við buslum og æfum okkur með nýju snorklgræjunum og Ásta Lísa svamlar um í nýja flotvestinu sínu. Við verslum okkur tvær dagsferðir sem við byrjum strax að hlakka til: bátsferð og jeppasafarí með meiru. Við förum út og bryggju og snorklum öll saman svo er tími fyrir að taka 3ju umferð á ísbarnum. Eftir matinn kíkjum við í barnaklúbbinn í stutta stund. Þar er mestmegnis töluð rússneska en samt hægt að gera sig skiljanleg með litum, fótboltaspili og táknmáli. Tókum svo einn síðdegislabbitúr upp á markaðinn í grenndinni. Snorklbúllan frá deginum áður reyndist bara vera rétt í forgarði markaðsþyrpingarinnar, þ.e. í forgarði helvítis. Hér þarf sterkt hjarta og sál til að verjast og hafa roð við kappsömum sölumönnum góss og glingurs. Aðferðarfræðin er þaulskipulögð og þaulæfð. Það er einn innkastari hinum meginn búða