Dagur 3 í paradísinni rís sem aðrir morgnar hingað til, heiðskírt og sól. Við fáum okkur morgunverð svona með seinni skipunum en trítlum svon niður að laugarbakkanum þar sem við buslum og æfum okkur með nýju snorklgræjunum og Ásta Lísa svamlar um í nýja flotvestinu sínu. Við verslum okkur tvær dagsferðir sem við byrjum strax að hlakka til: bátsferð og jeppasafarí með meiru.
Við förum út og bryggju og snorklum öll saman svo er tími fyrir að taka 3ju umferð á ísbarnum. Eftir matinn kíkjum við í barnaklúbbinn í stutta stund. Þar er mestmegnis töluð rússneska en samt hægt að gera sig skiljanleg með litum, fótboltaspili og táknmáli. Tókum svo einn síðdegislabbitúr upp á markaðinn í grenndinni. Snorklbúllan frá deginum áður reyndist bara vera rétt í forgarði markaðsþyrpingarinnar, þ.e. í forgarði helvítis.
Hér þarf sterkt hjarta og sál til að verjast og hafa roð við kappsömum sölumönnum góss og glingurs. Aðferðarfræðin er þaulskipulögð og þaulæfð. Það er einn innkastari hinum meginn búðarinnar með vinarleg og "algerlega óbindandi tilboð", "hello, where are you from? Denmark, kom og kig i min butik" Krökkunum hafði verið lofað Egypskum minjagripum og við minnstu augngotu er kominn einn rúmlega hjálpsamur sölumaður sem reynir að koma hugsanlegum kúnna á stig 2, "inn í búðina". Fyrir því eru sennilega tvær ástæður: a) verður erfiðra að ætla að labba burt b) selja draslið, þ.e. draga fram ódýrari hluti en þá sem voru til sýnis úti. Oftar en ekki virðist það fara hönd í hönd að þeir eru bæði ódýrari og af lélegri gæðum.
Hanna stóð sig með prýði og hryggbraut nokkra tilboðsgjafana í búðunum með sín móttilboð. Hálskeðjusölumaðurinn endaði með því að slengja niður hálsfestinni sem Ásta Lísa hafði óskað sér eftir mæst hefði verið á mðiri leið. Kattastyttumaðurinn var ekki eins heppin að fá viðskiptin þrátt fyrir að við höfðum farið tvær ferðir í búðina. Ásta Lísa varð að vonum bara ringluð af öllu havaríinu, hún hafði séð græna kattastyttu úti en inni var dregið fram svartmálað gifsdrasl. Aðspurt um úr hverju þetta væri gert kom tvírætt bros á varirnar (busted) og saga fæddist á leifturhraða þar sem hann svaraði ekki spurningunni heldur fór að benda á að gyllta málningin væri svo dýr. Eiiiinmitttt.... Baldur Freyr prúttaði sína trommu sjálfur með mömmu sinni og var það bara nokkuð létt og lipurt ferli. Það var mæst á miðri leið án stórdramatískra yfirlýsinga sölumannsinn um arðrænslu okkar.
Eftir kvöldmatinn kíkjum við Ásta Lísa á barna-diskótekið. Hún vill bara horfa, ekki dansa, að þessu sinni. Kannski næst...? Við setjumst saman fjölskyldan og fáum okkur einn kvölddrykk með níu-sýningunni en svo er trítlað inn á herbergi, leikið með trommu, múmíur og gert sig klára fyrir svefninn. Ævintýrin bíða morgundagsins.
Við förum út og bryggju og snorklum öll saman svo er tími fyrir að taka 3ju umferð á ísbarnum. Eftir matinn kíkjum við í barnaklúbbinn í stutta stund. Þar er mestmegnis töluð rússneska en samt hægt að gera sig skiljanleg með litum, fótboltaspili og táknmáli. Tókum svo einn síðdegislabbitúr upp á markaðinn í grenndinni. Snorklbúllan frá deginum áður reyndist bara vera rétt í forgarði markaðsþyrpingarinnar, þ.e. í forgarði helvítis.
Hér þarf sterkt hjarta og sál til að verjast og hafa roð við kappsömum sölumönnum góss og glingurs. Aðferðarfræðin er þaulskipulögð og þaulæfð. Það er einn innkastari hinum meginn búðarinnar með vinarleg og "algerlega óbindandi tilboð", "hello, where are you from? Denmark, kom og kig i min butik" Krökkunum hafði verið lofað Egypskum minjagripum og við minnstu augngotu er kominn einn rúmlega hjálpsamur sölumaður sem reynir að koma hugsanlegum kúnna á stig 2, "inn í búðina". Fyrir því eru sennilega tvær ástæður: a) verður erfiðra að ætla að labba burt b) selja draslið, þ.e. draga fram ódýrari hluti en þá sem voru til sýnis úti. Oftar en ekki virðist það fara hönd í hönd að þeir eru bæði ódýrari og af lélegri gæðum.
Hanna stóð sig með prýði og hryggbraut nokkra tilboðsgjafana í búðunum með sín móttilboð. Hálskeðjusölumaðurinn endaði með því að slengja niður hálsfestinni sem Ásta Lísa hafði óskað sér eftir mæst hefði verið á mðiri leið. Kattastyttumaðurinn var ekki eins heppin að fá viðskiptin þrátt fyrir að við höfðum farið tvær ferðir í búðina. Ásta Lísa varð að vonum bara ringluð af öllu havaríinu, hún hafði séð græna kattastyttu úti en inni var dregið fram svartmálað gifsdrasl. Aðspurt um úr hverju þetta væri gert kom tvírætt bros á varirnar (busted) og saga fæddist á leifturhraða þar sem hann svaraði ekki spurningunni heldur fór að benda á að gyllta málningin væri svo dýr. Eiiiinmitttt.... Baldur Freyr prúttaði sína trommu sjálfur með mömmu sinni og var það bara nokkuð létt og lipurt ferli. Það var mæst á miðri leið án stórdramatískra yfirlýsinga sölumannsinn um arðrænslu okkar.
Eftir kvöldmatinn kíkjum við Ásta Lísa á barna-diskótekið. Hún vill bara horfa, ekki dansa, að þessu sinni. Kannski næst...? Við setjumst saman fjölskyldan og fáum okkur einn kvölddrykk með níu-sýningunni en svo er trítlað inn á herbergi, leikið með trommu, múmíur og gert sig klára fyrir svefninn. Ævintýrin bíða morgundagsins.
Ummæli