Mikil framför er í hárprýði og tungutaki hjá ungviðinu þessa dagana...
Ásta Lísa fór í sína fyrstu klippingu á sinni ævi í dag. Hún lítur svona ljómandi vel út á eftir og hnakkalokkarnir eru hættir að yfirtaka vangana. Voða pæjuleg bara.
Ég var að lesa Andrés fyrir Baldur Frey áðan og er það nú ekki frásögur færandi. Nema hvað, eftir að ég var kallaður aftur inn í herbergi í sönglagasyrpuna "af fingrum fram" vildi hann ekki enn sleppa mér út þrátt fyrir ljómandi bull-lagasmíði. Heyrðu, sko, hérna mig langar að spyrja þig að svolitlu. Nú, hvað er það vinur. Á morgun, þá skal ég kaupa handa þér bjór. Nú, er það. Æi, takk fyrir það vinur.
Baldur veit sko alveg hvernig að á bræða pabba sinn....
Ummæli