fuglaflensa
orðfæri
spenna
nú var ég að heyra að fuglaflensan hafi greinst hér í landi og ég veit ekki almennilega hvernig ég á að taka því - eða á ég að taka því á einhvern hátt?? ég bara spyr...
Emma, 6 ára, sagði í hádeginu í dag: "Guilia, tænk hvis hele verden var lavet af is og chokolade!" Mér fannst þetta sætt og út frá þessu spunnust heilmiklar umræður. Mér fannst það hins vegar ekki eins sætt þegar hún sagði við mig síðar í matartímanum: "jeg synes at du skal klappe i" (sem er eins og að segja haltu kjafti á aðeins mildari hátt). Já blessað barnalánið!
Þá er ekki úr vegi að koma með eina klósettsöguna enn af BFF. Kvöld eitt var hann kominn yfir strikið v. þreytu og grét því mikið. Við ræddum ástæðuna fyrir þessu og töluðum um að þegar manni liði illa, segði ljót orð og hagaði sér illa (s. þreytunnar) þá liði mann illa og sérstaklega í hjartanu. En þegar maður væri glaður og brosti þá yrði manni svo hlýtt í hjartanu. Hann sat svo á klósettinu nokkrum dögum síðar og segir þá: "mamma, mér er illt í maganum og mér er illt í hjartanu" og þá sagði ég: "nú er þér líka illt í hjartanu?" og Freysi sagði: "já og þá þarf maður að kúka!". Allt í samhengi??
Finnur er nú staddur í USA og veit því ekki enn af því að ég er búin að bóka sumarhús í vikunni fyrir páska og með okkur eru Dagný, Hjörtur og Kolbeinn Hrafn. Þetta lítur bara svo vel út að ég held að þetta verði bara hreinlega dásamlegt. Ég hlakka svo til!!
Jæja, ég sendi barasta kossa og knús til ykkar allra um allan geim og sérstakar kveðjur fá Hulda og Gústi!
Kys og kram
Hanna
Ummæli