Fara í aðalinnihald

Í helgarlok

Sérdeilis gott er það búið að vera um helgina, sólarglenna flesta daga og hlýtt yfir hádaginn. Ég tók skorpu í garðinum á föstudaginn og undirbjó jarðveginn fyrir grassáningu, í orðsins fyllstu merkingu. Það þýddi að jarðaberjaplönturnar og rauðbeðurnar urðu að flytja sig um set. Kryddjurtaóræktarhringurinn fékk að fjúka vegna vanhæfni sinnar...

Föstudaginn var ég að vinna heiman frá svona til hálf ellefu en náði að skella í sólberjamarineringu fyrir hálf tíu. Maður uppskar þokkalega um kvöldið með sólberjakryddkjúkling af grillinu með rauðlauk, maís og kartöflur úr garðinum. Algert dúndur. Við krakkarnir horfðum svo á Disney stundina og Talent á meðan Hanna þvældist um í samgöngukerfi Stór-Kaupmannahafnar. Alveg úr æfingu greyið stúlkan að fara niður í bæ á öldurhúsin. En hún skilaði sér að lokum til Dagný og félaga á Blasen.

Í gær fór Baldur í heimsókn til Aleksanders skólabróðurs og gerðist þaulsetinn mjög. Á meðan skelltum við þrenningin okkur út á Skodsborg ströndina á hjólunum þar sem sílspikaði selurinn skellti sér í úfinn sjó. Það blés þokkalega inn frá hafinu og ég fékk góðar gusur upp í og yfir mig. Ég og Ásta Lísa gáfum smáfuglunum Ciabattabollu á meðan Hanna lá á maganum horfði fast ofan í teppið með lokuð augun. Og maturinn: ég smjörsteikti svínasnitsel í speltraspi um kvöldið með Meyer rauðkáli sem er algert lostæti.


Í dag byrjuðum við á því að fara á markaðinn inn í Holte með viðkomu í gamla góða kaupmanninum í Sölleröd. Þetta var bara eins og hverfa 2-3 ár aftur í tímann, rosa gaman að koma þangað aftur. Ég var þó búinn að hræra saman megninu í tandoori marineringuna áður en við fórum af stað og gat sett sítrónuna og engiferið í við heimkomuna. Lyktin var dásamleg. Ég varð einn eftir í kotinu á meðan Hanna fór með Baldur á sundæfingu og Ásta var horfin um leið til Ölmu vinkonu. Á meðan hrærði ég í skúffuköku og hlustaði á þjóðlagatónlist. Allt var nú að verða klárt fyrir grannagrillið í kvöld, mmm.
Þvílík lukka sem þetta grill var. Tandoori kjúklingurinn var algert sælgæti með bökuðum kartöflum. Súkkulaðikaka plús eplakaka frá nágrönnum rann vel niður með kaffi og þeyttum rjóma. Krakkagerinu líkaði þetta heldur ekki illa.

Núna erum við Hanna á fullu að skrifa upp handbók fyrir gemlinga- og húshald sem mamma og Guðrún taka að sér í næstu viku. Þá erum við nefnilega á leið til Makedóníu! Djíss hvað þetta verður gaman. Marjan og Aleksandar eru búnir að græja þetta allt saman, það eina sem við höfum gert er að bóka flug. Það á víst að vera klár bíll á flugvellinum sem við brunum á niður til Orchid vatnsins til að byrja með í smá ferðamannaleik áður en brúðkaupið er á laugardaginn.

Ummæli

Til hamingju með afmælið Finnur. Það er allt skype-inu að þakka að ég man þetta á réttum tíma. Vona að Hanna eldi eitthvað gott handa þér. Hafið það gott í Makedóníu.
Afmæliskv. frá Linnetz
Kolla sagði…
Já til hamingju með daginn um daginn, Njörður sendi til þín kveðju í beinni um daginn en óvíst að hún hafi náð alla leið.
Bestu kveðjur og hafið það gott!!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var