Vitið þið að eftir því sem ég eldist þá finnst mér skemmtilegra að djamma. Ég held að það sé vegna þess að nú orðið gerist það svo sjaldan. En um helgina var farið á eitt ansi gott djamm, black russian og dansað upp á borðum.
Peta frænka mætti á svæðið, í sinni árlegu ferð til Køben (sjá færslu frá því fyrir ca. ári) og þá fengum við Dagný stelpuorlof og Nukka fékk hefðbundið orlof. Við fórum á fatamarkað í KB hallen þar sem merkjavara er seld á slikk og svo farið heim til mín, skotið upp einu alvöru stelpupartýi og farið svo í bæinn. Ákváðum að fara beint á Dubliner því þar er live musik og dansað upp á borðum. Peta gerði gott betur og rauk upp á svið og söng með hljómsveitinni ásamt hinum sænska mjaðmahnykkjara Tomas. Svo þegar nóg var komið var Dagný dregin af dansgólfinu af vinkonu sinni og enduðu þær kvöldið á Dubliner í slagsmálum þar sem dyraverðirnir stóðu og hlógu. Þá var fátt eftir en að fá sér að borða og að sjálfsögðu var Maccinn fyrir valinu og svo þegar við vorum á leið í taxa þurftum við að sjálfsöggðu að lenda í klónum á sjálfumglöðum Dana en hann fékk að heyra. Dagný - alltaf töff þó svo að hún hafi ekki kunnað að reikna þetta kvöldið ;-) Eina sem ég saknaði frá kvöldinu í ljósi kvöldsins fyrir ári, var að sjá hana frænku mína taka eina munnsveiflu ;-) En algert snilldarkvöld verð ég að segja og ég er farin að hlakka til að ári....
Við familían erum á leið í bústað með familíunni í Sluseholmen á fimmtudaginn. Veðurspáin lítur svo ljómandi vel út að það er kominn fiðringur.....
Ég vona kæru vinir að þið eigið góða páska og munið að vera góð hvert við annað!
Kys og kram
Hanna
Peta frænka mætti á svæðið, í sinni árlegu ferð til Køben (sjá færslu frá því fyrir ca. ári) og þá fengum við Dagný stelpuorlof og Nukka fékk hefðbundið orlof. Við fórum á fatamarkað í KB hallen þar sem merkjavara er seld á slikk og svo farið heim til mín, skotið upp einu alvöru stelpupartýi og farið svo í bæinn. Ákváðum að fara beint á Dubliner því þar er live musik og dansað upp á borðum. Peta gerði gott betur og rauk upp á svið og söng með hljómsveitinni ásamt hinum sænska mjaðmahnykkjara Tomas. Svo þegar nóg var komið var Dagný dregin af dansgólfinu af vinkonu sinni og enduðu þær kvöldið á Dubliner í slagsmálum þar sem dyraverðirnir stóðu og hlógu. Þá var fátt eftir en að fá sér að borða og að sjálfsögðu var Maccinn fyrir valinu og svo þegar við vorum á leið í taxa þurftum við að sjálfsöggðu að lenda í klónum á sjálfumglöðum Dana en hann fékk að heyra. Dagný - alltaf töff þó svo að hún hafi ekki kunnað að reikna þetta kvöldið ;-) Eina sem ég saknaði frá kvöldinu í ljósi kvöldsins fyrir ári, var að sjá hana frænku mína taka eina munnsveiflu ;-) En algert snilldarkvöld verð ég að segja og ég er farin að hlakka til að ári....
Við familían erum á leið í bústað með familíunni í Sluseholmen á fimmtudaginn. Veðurspáin lítur svo ljómandi vel út að það er kominn fiðringur.....
Ég vona kæru vinir að þið eigið góða páska og munið að vera góð hvert við annað!
Kys og kram
Hanna
Ummæli