Tíðindamaðurinn sagði: Já það fer að slaga í mánuðinn síðan við létum í okkur heyra hérna á vefnum. Það er þó ekki til marks um algert viðburðarleysi, síður en svo. Kvöld í borginni Það gekk allt að óskum með samvinnuverkefnið milli okkar Hönnu annars vegar og svo Hjartar og Dagnýar hinsvegar. Laugardaginn 25. febrúar komu þau skötuhjú neðan af Amager með hann Kolbein Hrafn og tóku við búi hér í Sölleröd meðan við skötuhjúin trilluðum okkur niður í bæ til fundar við Jónasi og Áslaugu á hinum stórgóða indverska veitingastað Bindia ( www.bindia.dk ). Við fengum að sofa í íbúðinni þeirra á Amager á meðan þau voru með gríslingana þrjá. Þetta gekk alveg eins og í lygasögu hjá Dagný og Hirti og heppnaðist kvöldið okkar frábærlega sem og sunnudagsröltið um miðbæinn með ljúffengu kaffistoppi. Á Íslandi Tæpri viku síðar fór Hanna af stað með gríslingana tvo til Íslands í fyrsta hluta Íslandsheimsóknarinnar. Ég var heima á meðan að vinna og reyna að finna nýjan takt eftir að hin daglega rútína b
Ummæli