Páskarnir komnir og lítið eitt hret með. Hér hefur verið svo ljúft og gott í vetur en svo þurfti að skella á með snjó þessa vikuna. Þeim mesta í vetur, bara hríð hérna heim á mánudeginum.
Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur og er enn. Ásta var hjá okkur í viku en flaug svo á miðvikudaginn suður á bóginn til Kanarí, burt úr snjómuggunni. Í staðinn komu pabbi og Guðrún systir. Það voru aldeilis fagnaðarfundir og ýmislegt er búið að bralla.
Í gær fórum við í Frilandsmuseet (sbr Árbæjarsafnið) og röltum um í ratleik. Ásta Lísa var í Emmu öfugsnúna gírnum og náði að verða á öndverðum meiði með velflest samtöl og athafnir. Eftir safnaheimsóknina ákvað ég að sýna pabba litlu skonsuna sem við bjuggum í í Virum fyrir um ári síðan. Á leiðinni keyrðum við fram hjá rólóinum vinsæla þannig að aftur í var lögð fram eindregin ósk um að leika þar.
Þegar það átti svo að fara heim var Ásta Lísa í þvera gírnum og gerði sig sko ekki líklega til að koma með. Þrjóskusvipurinn var alveg magnaður, svona bland af þvermóðsku og glotti. Ægilega kunnulegir tilburðir, hvar hef ég séð þetta áður? Þá ljóst það mig, íslenska sauðkindin!
Kannski fullgróft að segja að dóttir mín sé eitt stykki íslensk sauðkind, hún er nú ljúf og góð stelpa, bara "svolítið" sjálfstæð og þrjósk. Eiginlega bara svolítið páskalamb.
Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur og er enn. Ásta var hjá okkur í viku en flaug svo á miðvikudaginn suður á bóginn til Kanarí, burt úr snjómuggunni. Í staðinn komu pabbi og Guðrún systir. Það voru aldeilis fagnaðarfundir og ýmislegt er búið að bralla.
Í gær fórum við í Frilandsmuseet (sbr Árbæjarsafnið) og röltum um í ratleik. Ásta Lísa var í Emmu öfugsnúna gírnum og náði að verða á öndverðum meiði með velflest samtöl og athafnir. Eftir safnaheimsóknina ákvað ég að sýna pabba litlu skonsuna sem við bjuggum í í Virum fyrir um ári síðan. Á leiðinni keyrðum við fram hjá rólóinum vinsæla þannig að aftur í var lögð fram eindregin ósk um að leika þar.
Þegar það átti svo að fara heim var Ásta Lísa í þvera gírnum og gerði sig sko ekki líklega til að koma með. Þrjóskusvipurinn var alveg magnaður, svona bland af þvermóðsku og glotti. Ægilega kunnulegir tilburðir, hvar hef ég séð þetta áður? Þá ljóst það mig, íslenska sauðkindin!
Kannski fullgróft að segja að dóttir mín sé eitt stykki íslensk sauðkind, hún er nú ljúf og góð stelpa, bara "svolítið" sjálfstæð og þrjósk. Eiginlega bara svolítið páskalamb.
Ummæli