Það er aldeilis að kollvikin krauma núna, eins og ég sé með tvö rauð teppasýnishorn í kollvikakrókunum. Upphandleggir, handabök og hnakki eru í sama djúprauða stílnum, "þökk" sé garðvinnunni í sólinni í gær. Besti dagur ársins hingað til, ekki spurning. Krakkarnir voru meira að segja með bjartsýnni sólardýrkendum og hlupu um ber að ofan á garðstígunum.
Mikill árangur varð í garðræktinni um helgina enda erum við með mömmu hérna í heimsókn sem er ansi hreint hagvön á gaffal, skóflu og klóru. Frá því á laugardagsmorgun hafa hátt í 10 hjólbörur með garðaúrgangi fengið að fjúka út í safnhaug, pælt upp ræktunarsvæði og beð afmörkuð. Risastór hola var líka grafin af mömmu til að hýsa tilvonandi sólberjarunna úr óleigða garðskikanum sem okkur áskotnaðist í gær í gegnum varaformann garðafélagsins. Það féll reyndar um sjálft sig í dag þegar talhólfsskilaboð frá Annette tjáðu okkur að leigjendur hefðu tekið við garðinum og sólberjarunninn því ekki lengur í boði.
Við komum við á bensínstöð á heimleiðinni frá náttúruleiksvæðinu og var fyllt á skóda litla sem og farþegana þar sem sólberjarunnadramað krafðist bland í poka til að komast yfir áfallið. Allir í bílnum voru hæstánægðir með þau kaup, sérstaklega Ásta og Baldur.
Hanna fékk svo yfirgripsmikla leiðsögn í plöntugreiningum, nytjum og góðráðum seinnipartinn úti í garði frá einni nágrannakonu. Þar voru sko ýmis góð ráð gefin og vonandi fer þetta nú allt að spretta og blómstra svo unun verði af. Án sólberjarunnans þó...
Mikill árangur varð í garðræktinni um helgina enda erum við með mömmu hérna í heimsókn sem er ansi hreint hagvön á gaffal, skóflu og klóru. Frá því á laugardagsmorgun hafa hátt í 10 hjólbörur með garðaúrgangi fengið að fjúka út í safnhaug, pælt upp ræktunarsvæði og beð afmörkuð. Risastór hola var líka grafin af mömmu til að hýsa tilvonandi sólberjarunna úr óleigða garðskikanum sem okkur áskotnaðist í gær í gegnum varaformann garðafélagsins. Það féll reyndar um sjálft sig í dag þegar talhólfsskilaboð frá Annette tjáðu okkur að leigjendur hefðu tekið við garðinum og sólberjarunninn því ekki lengur í boði.
Við komum við á bensínstöð á heimleiðinni frá náttúruleiksvæðinu og var fyllt á skóda litla sem og farþegana þar sem sólberjarunnadramað krafðist bland í poka til að komast yfir áfallið. Allir í bílnum voru hæstánægðir með þau kaup, sérstaklega Ásta og Baldur.
Hanna fékk svo yfirgripsmikla leiðsögn í plöntugreiningum, nytjum og góðráðum seinnipartinn úti í garði frá einni nágrannakonu. Þar voru sko ýmis góð ráð gefin og vonandi fer þetta nú allt að spretta og blómstra svo unun verði af. Án sólberjarunnans þó...
Ummæli
En þetta er rétt hjá þér, auðvitað á maður að nota sólarvörn. Ég hef lært mína lexíu, aftur....
Tek undir með Nirði að það er betra að bera á sig sólarvörn áður en haldið er út í sólina. Fékk að kenna á þessu þegar ég dvaldi í Salzburg fyrir um 11 árum síðan. 'A morgun 30.apr. hætti ég formlega á Sólheimum eftir 3ja ára starf. 'Asta mágkona þín er tekin við rekstri Völu á Sólheimum.
Heyrumst síðar.
Kv frá Íslandi
Böðvar Jens