Niðurhal í maí

Hérna er svo það helsta sem ég er að hlusta á af niðurhali mínu í maímánuði. Ef þið viljið prófa áskrif hjá eMusic þá get ég skotið á ykkur boði um mánaðarprufu með 50 niðurhölum.

Mountain Battles
Artist: The Breeders
Release Date: 6. april 2008
Genre: Alternative/Punk
Label: 4AD

fjórða á 20 árum og bara mjög lofandi! Eiginlega bara mjög góð plata. Inn á milli eru lög sem færa mig í huganum til baka til Bossanova plötu Pixies.

Motorcade of Generosity
Artist: Cake
Release Date: 7. februar 1994
Genre: Alternative/Punk
Styles: Alternative
Label: Upbeat Records / IODA

Eftir að hafa náð mér í glymskrattaskífuna b-sides and rarities um daginn gat ég ekki annað en sótt þessa líka. Klassískt Cake. Mæli með að sækja b-sides diskinn, kryddar öll partí og samfagnaði með frábæru blandi af sveitatónlist, gömlum rokkhundum og allt þess á milli.

In The Future

Artist: Black Mountain
Genre: Alternative/Punk
Styles: Indie Rock
Label: Jagjaguwar / SC Distribution

Klassastykki sem fær mann til að kíkja á dagatalið undir eins. Er nokkuð ennþá sjötíuogeitthvað? Ofskynjunar-, sýru- og hipparokk að hætti Black Sabbath, Zeppelin og fleiri. Óhætt að mæla með þessari nýjustu frá Black Mountain.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mánaðarprufa - er það ekki bara til af fá mann hooked for life? ;-) I´m for it!

kv

Maggi Sæla
Nafnlaus sagði…
Hva, ekkert Scorpions í þessum mánuði?
Nafnlaus sagði…
Hva, ekkert Uriah Heep?
endilega skelltu svona á mig ;-)
Pib

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað