Það er ansi margt gott í gangi í tónlistarflórunni í Danmörku eins og um allan heim. Ég stundaði það svolítið að hlusta á netútvarp DR og var Modern Rock stöðin ötul í að kynna nýtt og spennandi efni til sögunnar.
Þar heyrði ég einmitt BHF Asta melódíuna frá Death by kite sem greip mig eins og skot. Þetta er kraftmikið tríó sem gæti minnt þónokkuð á Placebo í hraðara tempóinu. Endilega tékkið á þessu ef ykkur vantar smá hristing í hljóðhimnurnar, þó ekki væri nema til að hreinsa út merginn....
Þar heyrði ég einmitt BHF Asta melódíuna frá Death by kite sem greip mig eins og skot. Þetta er kraftmikið tríó sem gæti minnt þónokkuð á Placebo í hraðara tempóinu. Endilega tékkið á þessu ef ykkur vantar smá hristing í hljóðhimnurnar, þó ekki væri nema til að hreinsa út merginn....
Ummæli