Við mæðgurnar erum geðbólgnar og urrum hvor í takt við aðra. Hún situr nú sem prinsessa í stólnum sínum og borðar havrefras með rísmjólk - og kallar á meira. Augnablik!
Þessi blessaða vírussýking er ekki að leggjast neitt voða vel í dömuna og er henni lítt svefnsamt á nóttunni. Verstar eru blöðrurnar í munninum. Ég vona samt að við höfum náð hápunktinum í nótt og að héðan í frá fari þetta í rétt átt. Finnst komið nóg.
Ég er hreinlega að kafna úr löngun til þess að ferðast á nýjar slóðir og e-ð heilla fyrrum austantjaldslöndin mig, þá helst þau sem enn eru lítt könnuð af ferðamönnum.
En ætli ég þurfi ekki að bíða um sinn.
Sáum fyrsta þáttinn um Eurovisionlögin í gær og þvílík snilld. Ég mæli svo með þessum þáttum, held að þeir séu sýndir á Rúv á laugardagskvöldum.
Daman biður um athygli, heyrumst síðar.
Kys og knus
Hanna
Ummæli