Þetta líf er svo óútreiknanlegt á margan hátt. Við höfðum pantað okkur flug heim til Íslands þann 9. febrúar til að geta átt góðar stundir með Oddný mömmu, tengdamömmu og ömmu. En lífið er víst þannig upplagt að stundum verður maður að játa sig sigraðan gagnvart stærri öflum en maður hélt að fyrir finndust.
Við flýttum för okkar heim eins hratt og hægt væri og komum heim þann 30. janúar. Það gaf okkur þó einungis nokkra daga í viðbót til að njóta með ástkærri Oddný okkar sem lést þann 2. febrúar eftir hetjulega baráttu sína við krabbamein.
Hún gafst aldrei upp, aldrei, og var alveg hörð á því að sigra allt
fram á síðustu stundu.
Það er svo furðulegt að vera í þessari aðstöðu og reyna að skilja og sættast við það sem orðið er. Heilabúið virkar bara þannig að ég býst við því að Oddný sé bara úti í Fjarðarkaupum á leiðinni heim á jeppanum eða rétt ókomin úr vinnunni. Bara rétt ókomin og bráðum kemur hún inn og segir "jæja".
En svo er víst ekki og það verður víst þannig framvegis að við verðum að reyna að eiga Oddný saman í gegnum þær góðu minningar sem við eigum saman.
Takk fyrir allt.
Minning þín lifir.
Við flýttum för okkar heim eins hratt og hægt væri og komum heim þann 30. janúar. Það gaf okkur þó einungis nokkra daga í viðbót til að njóta með ástkærri Oddný okkar sem lést þann 2. febrúar eftir hetjulega baráttu sína við krabbamein.
Hún gafst aldrei upp, aldrei, og var alveg hörð á því að sigra allt
fram á síðustu stundu.
Það er svo furðulegt að vera í þessari aðstöðu og reyna að skilja og sættast við það sem orðið er. Heilabúið virkar bara þannig að ég býst við því að Oddný sé bara úti í Fjarðarkaupum á leiðinni heim á jeppanum eða rétt ókomin úr vinnunni. Bara rétt ókomin og bráðum kemur hún inn og segir "jæja".
En svo er víst ekki og það verður víst þannig framvegis að við verðum að reyna að eiga Oddný saman í gegnum þær góðu minningar sem við eigum saman.
Takk fyrir allt.
Minning þín lifir.
Ummæli