Langur svefntími frá fyrri nótt setti mynstrið eitthvað úr skorðum og það gekk erfiðlega að sofna og ég vaknaði snemma, upp úr fimm. Bylti mér þar til ég nennti því ekki lengur og greip í ítalsku löggusöguna um Zen fram að fótferðartíma.
Síðasti dagur námskeiðsins var bara nokkuð bærilegur. Ég var alveg bara með hátt í fulla athygli í að gramsa í öryggisstillingum Axapta og 4 tímar flugu hratt fram að mat. Úti fyrir var heldur betur búið að hitna vel og það var heiðskírt og ábyggilega nokkuð vel yfir 30 gráðum, alger veggur.
Við fórum aftur á Qdoba mexíkó hraðfóðurstöðina. Það verður að segjast að kaninn er orðinn gríðar framþróaður í að láta hlutina ganga hratt fyrir sig með toppþjónustu. Við mættum í eitthvað sem maður myndi kalla ágætis röð, en maður var bara kominn út á borð í sólina á 2 mínútum. Magnað.
Komum við í Barnes og Nobles, þar er sko hægt að gleyma sér svo dögum skiptir held ég bara við að skoða það sem til er. Fundum eina bók um bókhald sem við vorum að leita af og svo náði ég að finna svolítið handa litlu ormunum mínum tveimur. Eftir svona góða verslunarferð þá var um að gera að verðlauna sig og heimsækja hið óðdauðlega fyrirbæri Krispy Kreme, sérstaklega þegar við vorum ekki með ónot í maga og með matarlyst. Þetta er bara ofvaxin kleinuhringjafabrikka sem hægt er að fá allar mögulegar og ómögulegar samsetningar af sykri og fitu með deigbindingu. Fékk mér orginalinn með glassúr og svo eina kremfyllta bollu. Það var nóg fyrir mig, lagði sko ekki í bláberja- og súkkulaðihringina.
Síðustu kvöldmáltíðina snæddum við á hinu stórfína Timber Lodge steikhúsi. Þar eru sko buffalóhausar á veggjum, hreindýrshornaljósakrónur og steikur hátt að hálfu kílói! Við fengum þó alveg bara passilega skammta og komumst alveg óskaðaðir út. Þetta var rosa fínt kjöt, meyrt og gott. Samuel Adams bjórinn alveg prýðilegur með steikinni.
Á morgun fljúgum við svo heim að loknum nokkrum fundum sem við John höfum stillt upp fyrir hádegið. Þetta er líka að vera gott, orðið hálfgerður ground hog day þar sem allir dagar eru eins. Morgunverður, námskeið, hvað eigum við að borða í hádegisverð, námskeið, upp á hótel eða versla, hvað eigum við að fá okkur í kvöldverð, upp á hótel, sjónvarp, dund og sofa. Spennandi, ekki satt....?
Síðasti dagur námskeiðsins var bara nokkuð bærilegur. Ég var alveg bara með hátt í fulla athygli í að gramsa í öryggisstillingum Axapta og 4 tímar flugu hratt fram að mat. Úti fyrir var heldur betur búið að hitna vel og það var heiðskírt og ábyggilega nokkuð vel yfir 30 gráðum, alger veggur.
Við fórum aftur á Qdoba mexíkó hraðfóðurstöðina. Það verður að segjast að kaninn er orðinn gríðar framþróaður í að láta hlutina ganga hratt fyrir sig með toppþjónustu. Við mættum í eitthvað sem maður myndi kalla ágætis röð, en maður var bara kominn út á borð í sólina á 2 mínútum. Magnað.
Komum við í Barnes og Nobles, þar er sko hægt að gleyma sér svo dögum skiptir held ég bara við að skoða það sem til er. Fundum eina bók um bókhald sem við vorum að leita af og svo náði ég að finna svolítið handa litlu ormunum mínum tveimur. Eftir svona góða verslunarferð þá var um að gera að verðlauna sig og heimsækja hið óðdauðlega fyrirbæri Krispy Kreme, sérstaklega þegar við vorum ekki með ónot í maga og með matarlyst. Þetta er bara ofvaxin kleinuhringjafabrikka sem hægt er að fá allar mögulegar og ómögulegar samsetningar af sykri og fitu með deigbindingu. Fékk mér orginalinn með glassúr og svo eina kremfyllta bollu. Það var nóg fyrir mig, lagði sko ekki í bláberja- og súkkulaðihringina.
Síðustu kvöldmáltíðina snæddum við á hinu stórfína Timber Lodge steikhúsi. Þar eru sko buffalóhausar á veggjum, hreindýrshornaljósakrónur og steikur hátt að hálfu kílói! Við fengum þó alveg bara passilega skammta og komumst alveg óskaðaðir út. Þetta var rosa fínt kjöt, meyrt og gott. Samuel Adams bjórinn alveg prýðilegur með steikinni.
Á morgun fljúgum við svo heim að loknum nokkrum fundum sem við John höfum stillt upp fyrir hádegið. Þetta er líka að vera gott, orðið hálfgerður ground hog day þar sem allir dagar eru eins. Morgunverður, námskeið, hvað eigum við að borða í hádegisverð, námskeið, upp á hótel eða versla, hvað eigum við að fá okkur í kvöldverð, upp á hótel, sjónvarp, dund og sofa. Spennandi, ekki satt....?
Ummæli