Ásta er farin að labba og skipar fyrir eins og herforingi. Tryllt í makríl og fer í fyrstu klippinguna sína.
- Farin að vera dugleg að labba hjálparlaust og á það til að taka hlaupasyrpur ef gripið er gott (góðir inniskór).
- Segir iðulega: Hej, hej. og Hvad er det?
- Ákveðin dama. Stjórnar oft kvöldmatnum með viðeigandi hrópum, látum og bendingum. Gefur ekki eftir fyrr en það skilst hvað það er sem auðmjúklega skal rétta prinsessunni. Við erum náttúrulega að stefna hraðbyri í "terrible two"
- Er og verður alltaf mikil jafnaðarkona. Allir skulu fá jafnt. T.d. þegar henni er skenkt í glas, skal Baldur fá líka og pabbi og mamma. Eins er það með nuddið. Ef pabbi nuddar aðeins mömmu við matarborðið á hún líka að fá nudd. Svo vill hún nudda pabba, pabbi skal nudda aftur mömmu, mamma nudda Baldur o.s.frv. Allt samkvæmt hennar skipunum
- Gjörsamlega tryllt í Makríl. Umtalað hjá Joan hversu ákaflega hún rífur makrílinn í sig. Orðrómurinn sannreyndur í Sölleröd.
- Fær fyrstu klippinguna sína. Stendur sig mjög vel og verður svakalega skvísuleg á eftir.
Ummæli