Já gott fólk, mannkyninu fjölgar sífellt. Það er engum vafa undirorpið og engin ný sannindi. Hins vegar telst það til tíðinda þegar vinir og fjölskylda fæða ný börn í þennan heim. Þau gleðitíðindi bárust mér einmitt í gær að tveir nýir einstaklingar væru komnir í þennan heim:
Íris og Magga eignuðust strák kl 23:45 þann 16. febrúar
Baldur bróðir og Imba eignuðust stelpu á sjúkrahúsi Selfoss þann 17. febrúar kl 15:17.
Mikið var nú gaman að fá þessar fréttir og við hlökkum mikið til að fá að kíkja á þessi litlu kraftaverk og gleðigjafa.
Ummæli