Ég þakka hlýjar kveðjur sem streymt hafa til mín. Hvernig væri nú þá að segja ykkur aðeins frá deginum??
Dagurinn byrjaði mjög vel því að börnin leyfðu okkur að sofa út til kl. 8. Það þýddi hinsvegar að minn ástkæri þurfti að drífa sig af stað upp úr hálfníu þar sem hann þurfti að vera mættur á námskeið kl. 9. Altså en þegar farið var á fætur mátti glöggt sjá slóð Sibbýjar sígrænu þar sem hún var búin að skreyta húsið og á hún bestu þakkir fyrir það (KISS).
Við BFF fórum í (leik)skólann um kl. 9.30 og eftir smástund saman kvaddi ég hann og hélt heim á leið. Kveðjustundin gekk vel, eiginlega furðuvel (vink í staðinn fyrir koss - strax byrjaður á gelgjunni!) og hann var vel sáttur allan tímann í skólanum. Við sóttum hann svo rúmlega 11 og hann var þá bara úti í sandkassa að leika og kvaddi fóstrurnar með kurt og ‘vi ses'. Ég held kannski bara að á margan hátt sé þetta erfiðara fyrir mig því að mér finnst við svo hörð við hann að setja hann á leikskóla algerlega mállausan. En honum virðist þetta lítið mál. Það gekk líka svona vel í morgun og ég mun ná í hann núna kl. 13 og þá verður hann búinn að vera með krökkunum í mat og alles. Það verður gaman að heyra hvernig hefur gengið.
En í gær sem sagt þá fórum við systur með börnin til Køben og nutum þess sem miðbærinn hefur upp á að bjóða. Helv... Systurnar Grænu útilokuðu okkur frá dýrðum sínum sökum vagnanna og kunnum við þeim bestu þakkir því að ekki eyddum við peningunum okkar þar. Við röltum um, fórum í uppáhaldshverfið okkar - Larsbjørnstræde og þar um kring - og fórum í uppáhaldsbúðina okkar (sérstaklega núna þar sem he.... Systurnar hleyptu okkur ekki inn) - Hong Kong - þar sem við keyptum töfradót. Við fórum svo á Höfuðbeinið og tókum S-tog heim.
Þegar við komum heim þá ákváðu BFF og Ásta að kíkja á fuglahúsið í garðinum. BFF bað Ástu um að halda á sér sem og hún gerði, en eftir e-n tíma var hún orðin þreytt og bað hann um að halda á sér. Það stóð ekki á svari hjá unga manninum: "nei ég get það ekki, ég er orðinn svo gamall og feitur!". Það eru greinilega ekki allir með sama viðmiðið á aldri ;-)
Þau nálguðust mas Pipp, hundinn hennar Nellyjar á neðri hæðinni og hentu til hans hundanammi eftir að hann hafði sýnt listir sínar og sest eftir óskum. Hundaþerapían heldur áfram...
Þegar við komum heim var hellt upp á dýrindissopa og borin fram afmæliskaka m/fløde ásamt afmælisgjöf frá húsherranum og börnum. Hann tók svo að sér að baða börnin á meðan við systurnar elduðum. Eftir að börnin voru svo farin í háttinn borðuðum við þrjú saman, drukkum gott rødvin og höfðum það kósýmósý. Sem sagt ljómandi dagur sem býður af sér bjarta framtíð fyrir heldri kvinnur.... ég hlakka svo til ;o)
Ummæli