Ég held að ég sé farin að skilja hvað átt sé við með árstíðarbundnum fatnaði. Ég er ekki ein af þeim sem hef hreinsað meðvitað út úr skápum á vorin/sumrin; tekið öll vetrarföt og pakkað niður, og rifið upp sumarfötin. Ég skipti nú samt alveg út fötum en yfirleitt hef ég verið í e-ð af vetrarfötum á sumrin og e-ð af sumarfötum á veturnar. Sem minnir mig aftur á eitt.....
Mamma rifjar nú af og til upp sögur af mér frá því að ég var lítil/minni þar sem að þær eru víst allnokkrar. Ein var á þá leið að vetrardag einn þar sem var ansi kalt og snjóaði þá var ég á leið til Reykjavíkur (sem var nú alveg heilmikið) með skólanum og þá ákvað mín að fara í stuttu pilsi og berleggjuð í þokkabót - alltaf jafnmikil pæja ;-) Eins og við mátti búast var móðir mín ekkert alltof sátt við þennan ráðahag og gekk í þetta mál. Og hver haldiði að hafi unnið?? Nú að sjálfsögðu hún móðir mín, þar sem ég hef alltaf verið vel uppalin og hlýðin stúlka??
Hva... ertu e-ð að glotta að þessu, mamma? Er þetta ekki alveg satt?
En að fatnaðinum á ný. Málið er að það er enn svo hlýtt hérna, í raun góður sumarhiti ef miðað er við Ísland (sorrý ég veit að það er farið að snjóa heima L), svo að ég veit aldrei í hvernig fötum ég á að vera. Yfirleitt klæði ég mig og börnin fullmikið og það endar með að við erum búin að rífa okkur úr öllu og ég enda með vagninn fullan af farangri. Og hver nennir því? Ég þyrfti eiginlega að eiga e-r haustföt. Best að fara að verlsa......
Einmitt eins og ég sagði áðan þá er ég svo mikil pæja (hahahah) og því get ég sagt ykkur að á laugardagsmorguninn verð ég mætt í klippingu og litun kl. 6 á íslenskum tíma, þ.e. löngu áður en þið farið á fætur! Þvílík pæja ;-) Það má reyndar horfa á þetta frá öðru sjónarhorni, að ég verð í klippingu og litun kl. 6 að íslenskum tíma, þ.e. þegar þið eruð að fara að skríða í rúmið. Það fer alveg eftir því á hvaða róli maður er!
Það var eitt enn sem ég ætlaði að ræða en verð að segja að tíminn er hlaupinn frá mér. Það var þetta með ruslið okkar, það er mér mjög hugleikið þessa dagana. En getur e-r ykkar sagt mér, hvers vegna er okkur svo umhugað að ganga vel um það sem við eigum, fara vel með peningana, fara vel með fötin og dótið okkar. En það er e-r veginn ekki eins mikið mál að fara vel með ruslið okkar. Hvers vegna??
Læt þetta gott heita í bili. Ástarkveðjur til ykkar og Sibbý mín - vertu sterk!
Hanna
Ummæli