Fara í aðalinnihald

Sól sól skín á mig

Hér er rigning, úrhellisrigning og mér finnst það ekkert svakalega gaman í ljósi þess að vera bíllaus. Það er kannski að maður láti bara senda sér Lancerinn þar sem hann selst ekki heima. Er ekki annars e-r sem vantar góðan bíl? Ef svo er þá erum við með einn svoleiðis. Annars er nú dáldið mikil gleði í kotinu .....

 


Málið er nefnilega að í þessari viku eru aðeins tveir vinnudagar hjá Fuzzy og við því í 5 daga fríi! HÚRRA HÚRRA :-) Einn dagur verður nýttur í að taka teppið af svefnherbergisgólfinu og hreinsa gólffjalirnar sem eru undir. Við ætlum svo að fara í bæjarferð en það höfum við eiginlega bara ekki gert síðan við komum. Svo ætlum við að athuga með dýragarð og sund, síðan er opinn dagur í Naturskolen á laugardaginn og kannski athuga með að kíkja e-t í heimsókn. Vill e-r taka á móti okkur?? Þannig að það verður nóg að gera og vonandi gaman. Við vorum e-ð að spá í að leigja bíl og etv. fara yfir til Sverige til hennar Mariu eða yfir til Jótlands. En það að leigja bíl, kaupa kannski gistingu og annað sem fellur til var bara aðeins út fyrir fjárhagsrammann svo að það býður betri tíma.

Dagný, Hjörtur og Kolbeinn Hrafn komu í heimsókn á sunnudaginn og mikið var það gaman. Við byrjuðum á hádegismat, fórum svo í risastóran göngutúr, þar sem skoðaðar voru hluti af villum Søllerød og skógurinn genginn þver og endilangur og að þessu loknu var farið heim í kaffi og eplaskífur. Ekki slæmt það. Það var mikið spjallað og höfum sett stefnuna á Lalandia á næsta ári. Þangað held ég að sé gaman að fara. Þið getið kíkt á síðuna www.lalandia.dk.

Ég hef endanlega gert mér grein fyrir því að eitt af áhugamálum mínum er að versla. Þó ekki þessi hefðbundna verslun þar sem hver fata- og dótaverslun er þrædd fram og aftur. Mér finnst miklu skemmtilegra að versla í matvöruverslunum og gæti ég alveg þrætt þær fram og aftur endalaust! Heima elska ég Fjarðarkaup en það var líka eiginlega eina búðin. Hér eru svo margar sem gaman er að versla í, s.s. Iso (sem er ein af uppáhaldsbúðunum mínum), Kvickly, Irma Føtex og Super Bedst. Svo er ein búð sem ég versla mikið í en af þeirri einu ástæðu að þar er ódýrt og það er Nettó. Þar má þó oft finna hið besta dót! Er það ekki Sibbý? En allavegna þetta finnst mér gaman. Það er þó einn hængur á þessum verslunarferðum mínum og það er að börnin fylgja mér yfirleitt og því er oftast spænt í gegn, eins og ég lýst hér í e-i færslunni, og lítið hægt að njóta. En ég nýt elsku barnanna og því mun minn tími til verslunar koma. Ég held að Fuzzy finnist alveg ágætt að ég þurfi að fara hratt yfir, því að með því móti eyði ég færri krónum ;-)

Jæja ætli ég láti ekki staðar numið, það er fullt af hugsunum í kollinum um hvað ég gæti nú skrifað en hef litla eirð í mér að sitja við. Ég vona að það breytist fljótlega.

Ástarkveðjur til ykkar um allan geim.
Kys og knus
Hanna

p.s. þið megið gjarnan kvitta - ég hef svo gaman að því

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr ...