Undanfarið hef ég staðið mig að því að gráta á hverjum morgni á leið í vinnuna.
Ástæðan er ekki taumlaus gleði mín vegna fæðingar nýja danska krúnuerfingjans eða eitthvað fjölskyldudrama heldur kólnandi veðurfar hérna í Danmörku. Kuldinn á morgnana hefur verið sívaxandi og síðustu tvær nætur hefur komið næturfrost. Það framkallar hressilegt táraflóð niður vanga mína fyrstu 2-3 kílómetrana á hjólinu. Þetta er þó búið að jafna sig um það bil sem ég er að beygja inn á Grísastiginn á leið frá Nærum til Vedbæk.
En blessuð sólin gefur sig ekki, hún heldur áfram að skína og á daginn er bara fyrirtaksveður. Enda segja frómir menn að haustveðrið sé sérstaklega milt og kallast slíkt Indjánasumar hér í landi.
Það var þá loksins að maður skrifaði smá hugleiðingu hér til að reyna að halda í við Hönnu, auðvitað varð veðrið fyrir valinu. Já svei mér þá ef ég er ekki bara alveg upprunalegur Íslendingur!
Ummæli