Snigillinn sagði:
Lenti í leiðindum bloggsins.
{mosimage}
Var búin að segja ykkur alveg fullt af fréttum en ekkert vistaðist og nú er það týnt og tröllum gefið. Þá er alveg komin ástæða fyrir trylling, er það ekki?
en það sem m.a. var í fréttum er:
en það sem m.a. var í fréttum er:- mér finnst gott að Ásta sé hérna.
- við fórum í Lyngby í gær; sluxuðum, versluðum í H&M, gæddum okkur á H C Andersen snittum og lentum í rigningu.
- við systurnar fórum í bæinn í gær og skildum manninn eftir heima með börn og bú.
- hittum Dagnýju Kolbeins og áttum mjög góðar stundir. Fórum á ítalskan veitingastað, þar sem við fengum skemmtilega þjónustu og hittum fulla unglingssvía.
- ég komst að því að Ásta þolir ekki unglinga ;-)
- eftir veitingastaðinn fórum við á Pilegården og áttum enn betri stundir.
- fórum til Holte í dag; fyrst á markaðinn og versluðum þar eitt og annað. síðan fór Finnur með börnin á bókasafnið og við systur í verslunarleiðangur. Við versluðum svo mikið í Netto að við neyddumst til þess að kaupa okkur innkaupakerru.
- síðan við komum heim frá Holte hefur verið slakað á.
Ástarkveðjur
Hanna
Ummæli