Bill Murray sagði:
og veðurspáin sem yfirleitt er sú sama; "klar himmel med masser af sol, svag vind fra øst og temperatur mellem 15 - 18 grader". Veðrið hefur verið nánast eins þessa daga sem ég hef verið. Það sem hefur verið hvað breytilegast er hitastigið, sem tekur þó ekki miklar dýfur. Ég veit ekki hvort ég eigi að hafa samviskubit þegar ég veit að heima í Hafnarfirði var snjór og frost í morgun. En hitt veit ég að ég ætla að létta á samvisku minni hér eftir smá.
Við mæðgurnar fórum í hjólatúr áðan og nutum veðurblíðunnar (enn og aftur, ætlar hún ekki að hætta að þusa um þetta... L) og náttúrunnar. Við hjóluðum upp Attemosevejen, skoðuðum íslensku hestana og hjóluðum svo um í skóginum. Hjá hestunum hefur verið sett upp skilti þar sem fólk er beðið um að gefa hestunum ekki annað en gras sem hægt er að rífa upp fyrir utan girðinguna. Ein ástæðan sé sú að hestar séu með viðkvæman maga og þola því ekkert of vel nýtt/nýlegt brauð. Önnur sé sú að íslenskum hestum hættir til að verða of feitir og því séu þeir á skika þar sem ekki of mikið gras sé. Við höfum einu sinni farið að gefa hestunum brauð svo að ég tek þetta til mín og það verður ekki gert aftur.
En það er þetta með samviskubitið. Munið þegar ég sagði að Roskilde ferðinni hafi verið frestað af gleðilegum ástæðum. Málið er að þetta er í raun ekkert sem snýr að okkur, heldur Sandeep og konu hans. Frúin er ófrísk og er á því viðkvæma stigi að þola ekki lykt og langa samverustundir með fólki og því var ákveðið að fresta þessu. Sorrý að ég skuli ekki hafa neitt skemmtilegt í surprise. Ég vona bara að ég geti komið með e-ð slíkt fljótlega. Reyndar er ein sem mörg okkar þekkjum að fara að gifta sig og það kom algerlega aftan að mér! En það er alltaf gaman svo að ég segi bara INNILEGA TIL HAMINGJU!!
Stundum líður mér eins og ég sé með í Groundhog Day. Vona bara að ég vakni ekki einn daginn með Andie McDowell mér við hlið. Það sem veldur því að mér líður svona er veðrið ...
og veðurspáin sem yfirleitt er sú sama; "klar himmel med masser af sol, svag vind fra øst og temperatur mellem 15 - 18 grader". Veðrið hefur verið nánast eins þessa daga sem ég hef verið. Það sem hefur verið hvað breytilegast er hitastigið, sem tekur þó ekki miklar dýfur. Ég veit ekki hvort ég eigi að hafa samviskubit þegar ég veit að heima í Hafnarfirði var snjór og frost í morgun. En hitt veit ég að ég ætla að létta á samvisku minni hér eftir smá.
Við mæðgurnar fórum í hjólatúr áðan og nutum veðurblíðunnar (enn og aftur, ætlar hún ekki að hætta að þusa um þetta... L) og náttúrunnar. Við hjóluðum upp Attemosevejen, skoðuðum íslensku hestana og hjóluðum svo um í skóginum. Hjá hestunum hefur verið sett upp skilti þar sem fólk er beðið um að gefa hestunum ekki annað en gras sem hægt er að rífa upp fyrir utan girðinguna. Ein ástæðan sé sú að hestar séu með viðkvæman maga og þola því ekkert of vel nýtt/nýlegt brauð. Önnur sé sú að íslenskum hestum hættir til að verða of feitir og því séu þeir á skika þar sem ekki of mikið gras sé. Við höfum einu sinni farið að gefa hestunum brauð svo að ég tek þetta til mín og það verður ekki gert aftur.
En það er þetta með samviskubitið. Munið þegar ég sagði að Roskilde ferðinni hafi verið frestað af gleðilegum ástæðum. Málið er að þetta er í raun ekkert sem snýr að okkur, heldur Sandeep og konu hans. Frúin er ófrísk og er á því viðkvæma stigi að þola ekki lykt og langa samverustundir með fólki og því var ákveðið að fresta þessu. Sorrý að ég skuli ekki hafa neitt skemmtilegt í surprise. Ég vona bara að ég geti komið með e-ð slíkt fljótlega. Reyndar er ein sem mörg okkar þekkjum að fara að gifta sig og það kom algerlega aftan að mér! En það er alltaf gaman svo að ég segi bara INNILEGA TIL HAMINGJU!!
Jæja nú nenni ég ekki að skrifa meira. Ég vona að þið eigið góðan dag, með sól í hjarta og sól í sinni.
Hanna
Ummæli