Fara í aðalinnihald

Hæ á ný

Snigillinn sagði:

Var að spá í að leggjast upp í sófa og slaka á en finnst þið eiga skilið að heyra aðeins frá mér. Ef þú ert sammála þá geturðu lesið aðeins meira....

 


Hef e-n veginn ekki haft mikið að segja þessa vikuna og það var ekkert sökum þynnku L Verð víst að biðjast afsökunar á síðustu frétt minni. Ég drakk nú ekkert 2 flöskur á laugardagskvöldið. Við drukkum saman um eina flösku og áttum "hygge nygge" kvöld. Í stað þess að segja að ég hafði ekkert að segja var einhver púki sem ákvað að skrifa þetta. Svo ég biðst forláts ........

Ég er að hlusta á nýja diskinn með Anne Linnet. Ég er að fara á tónleika með henni í lok nóvember, með Írisi, Möggu, Kollu og Steinunni. Ég hlakka til. Ég verð eiginlega bara að fara í að kynna mér aðeins betur gömlu tónlistina hennar svo ég verði almennilega með á nótunum á tónleikunum. Mér finnst of mikið af því að danskir tónlistarmenn syngja á ensku og því fær hið fagra tungumál, danskan, ekki að njóta sín. En Anne syngur svo fallega á dönskunni og textarnir hennar eru snilld. Ég mæli með að þið kíkið á www.linnetsongs.dk.

Við mæðgurnar fórum í bæinn í dag. Þar sem við sátum í S-tog á leið til Køben komu inn maður með harmoniku og stelpa um tvítugt með honum. Hann spilaði og hún betlaði peninga. Ég veit að eflaust eru þetta fordómar í mér en ég hugsaði um leið; "af hverju fær þetta fólk sér ekki vinnu?" og í kjölfarið fór ég yfir ýmsar rökfærslur í huga mér. En komst að þeirri niðurstöðu að ég var ekki sátt við þetta. Mér fannst spileríinu upp á mig þröngvað, því að ekki er ég að njóta þess og það er e-ð sem pirrar mig við svona uppákomur. En svo lengi fólk lætur þau fá (svarta) peninga þá koma þau aftur. Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að þau fengu enga peninga frá mér.

En að fara í bæinn var gaman. ÁLF var í himnasælu því að ég fór með hana í kerrunni hans BFF og henni finnst það svo gaman. Hún var í svaka góðu skapi, stríddi mér aðeins eins og henni er einni lagið og hló mikið. Svo var hún sofnuð áður ég vissi af og svaf á sínu græna. Við náðum svo snemma í hann BFF og fórum heim. Það er svo gott að hafa þau bæði, þó svo að það sé líka svo gott að fá smá frí ;-) Ég keypti föt í H&M í dag og m.a. Batman bol á BFF. Hann var svo glaður þegar hann sá hann að það var bara "beint í bolinn" og svo keyptum við baunir í búðinni áðan og það voru auðvitað Batman-baunir.

Ætli ég fari ekki að kveðja ykkur núna, héðan úr rigningunni. Það er mikil rigning og algert logn svo að hér er lóðrétt rigning, þessi sem okkur Íslendingum finnst svo mikil útlandarigning, ekki satt? Það er svo spáð áfram rigningu á morgun og ég er ekki alveg sátt við það, við sem ætluðum að fara í verslunarferð og hjólatúr. En við sjáum til hvað verður úr.

Ég sendi ykkur ástarkveðjur og vona að þið eigið góðar stundir um helgina!
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var