Hvað var að gerast í september hjá Baldri Frey? Það var nú ansi margt, flutti m.a. til Danmerkur. Það helsta:
- Hættir í leikskólanum sínum, Hjalla. Er að fara í skóla (að eigin sögn), ekki leikskóla
- Hestaleikurinn sívinsæll. Nánast of vinsæll fyrir farlama foreldrahné sem þurfa að skríða um öll gólf.
- Hrifinn af hestum, farið reglulega að hestagirðingunni við Attemosvej og svo hesthúsasvæðinu við Skodsborgvej. Passa sig að fara samt ekki of nálægt þeim. Er hvað hrifnastur af hestum af öllum dýrum.
- Hundahræðslan verður mjög slæm eftir uppákomu þann 11. sept þegar "svarti hundurinn" hleypur Baldur Frey uppi og fer ofan á hann. Hundurinn var í ekki í bandi og hélt að það væri leikur í gangi, enda hvolpur. Verður dauðskelkaður og talað um þetta aftur og aftur. Getur hvorki né vill vera nálægt hundum.
- Alltaf að slá, fær nýja "sláttuvél" (dráttarvél+tæki) sem slær í gegn. Kominn nýr "Guðjón" bóndi í stað þess sem týndist í Hornslet í sumar.
- Allt víkur fyrir Playmo kúrekabænum þann 25. sept. Keyptur hellingur í poka á útimarkaði í Holte fyrir lítið fé. Hestaleikur með hesthús, hlöðu, hestakerru, hestamenn ofl.
- Talið: Sjáðu, af hverju, af hverju ekki. Gengdarlausar spurningar
- Fer að taka upp á því að halda á systur sinni.
- Koktailsósan uppgötvuð, vill fá "svona öðruvísi sósu, til að blanda". Sver sig í móðurættina.
- Bananajógúrt og kókómjólk í tísku.
- Duglegur að teikna þegar hann tekur sig til og teiknar fallega.
- Mikið að spá í líkamanum og samsetningu hans. Blóðið, spítalar, læknar, sjúkrabílar o.s.frv.
Ummæli