Fara í aðalinnihald

Óðinsvé - ójé

Þetta var stórgóð ferð til Óðinsvéa um helgina. Skelltum okkur fjölskyldan í tjaldútililegu og menningarferð um helgina og létum ekki smá rigningaspár á okkur fá heldur brunuðum af stað út á þjóðveginn föstudagseftirmiðdaginn 4. sept...

Að sjálfsögðu er maður að bjóða sjálfum sér upp á þetta með því að velja þennan tíma dags til að keyra á þjóðvegunum: umferðartafir og raðir. Viðgerðir og þrengingar til að komast út úr Stór-Kaupmannahöfn og svo annað eins í móttöku við komuna yfir stórabeltisbrú. Aðeins farið að stressast frammí skóda því það átti eftir að
1) borða kvöldmat
2) skrá sig inn á tjaldsvæðið og slá upp tjaldi (enginn svaraði símanum þar)
3) koma sér inn í miðbæ og finna menningarhúsið þar sem Jónas væri að spila

Við græjuðum neyðarplan: koma við á MC og borða í bílnum. Hringja á farfuglaheimili ef tjaldsvæði væri lokað.

Rúllað inn á Mc kl 18:04 og rifnir inn nokkrir brúnir bréfpokar með sykur og salt óhollustu matlíkönum. Ég borðaði McFeast á methraða og svo komum við að tjaldsvæðinu og fengum reit 303 til umráða. Af viðbrögðum vertsins að ræða, fannst mér eins og tjaldlega væri ekki lengur svona almennt í gangi hjá "venjulegu fólki". En það erum við ekki. Sá heldur ekki neitt annað tjald þarna um helgina, bara tjaldvagna og hjólhýsi.

Tjöldun hófst 18:25 í akkorði og kl 19:25 tættum við (í orðsins fyllstu) burt af svæðinu og inn í bæ. Fundum bílastæði og menningarhúsið á methraða. Vorum bara komin inn í sal á 2 mínútur í átta, hvaaa ekkert stress. Tónleikarnir voru frábærir þar sem Jónas mætti með úrvals lið blendinga af Dönum og Íslendingum. Krakkarnir skemmtu sér vel og sátu opinmynnt og heilluð af öllum herlegheitunum. Skemmtilegar kynningarnar á dönsku og yfirlýsing um ágæti grænlenska harðfisksins hefur eflaust átt góðan part í því að fá umfjöllun í grænlensku fjölmiðlum um helgina. Eftir tónleikana röltum við um og kíktum á lífið í bænum. Diskó-tískusýningin var mega spennandi fyrir Ástu Lísu sem stóð opinmynnt allan tímann.

Við tókum því rólega næsta morgun og fórum upp úr hádegi inn í bæ að kíkja á uppskeruhátíðina. Þar var nú margt skemmtilegt að gerast þar sem bændur, búfénaður og afurðir voru inn á ráðhústorginu þar sem margt var hægt að bralla. Baldur mjólkaði sér mjólkurdreitil í glas, valsaði haframjöl, klappaði grísum ofl ofl. Ásta var hvað hrifnust af því að halda á kanínunum og var ábyggilega búin að prófa þær allar 3 sinnum hverja. Ægileg sorg þegar þeim var pakkað í pappakassa í dagslok og flutt til síns heima.

Þá tókum við höfðinglegu kaffiboði Ágústar og Þóru frá kvöldinu áður og kíktum í kaffi. Það var ljómandi gott kaffi og spjall seinnipartinn. Kvöldmatinn tókum við á buffhúsi Jensens þar sem farið var alla leið í gúrmé, en viljinn var meiri en getan og Baldur og Ásta urðu að leyfa ísnum sínum. Þá er gott að eiga ísvænann föður sem tekur svona smáverk að sér með brosi á vör...

Hið þrautþjálfaða tjaldgengi pakkaði hálfvotu tjaldinu niður á sunnudagsmorgninum og svo var brunað heim á 2 klst, enda minni umferð og svona. Baldur hentist svo í afmæli, Ásta fór yfir til Alma (eins og við var að búast) en við Hanna fórum út í garð að reyna að sýna smá myndarskap. Fjörtíu jarðaberjaplöntur árg 2009 verða vonandi til gagns á næsta ári og akkúrat núna gónir grasker út yfir bílastæðið. Spurning um snemmbúna Helloween?

Ummæli

Til hamingju með daginn Finnur. Kv. frá Linnetzgenginu.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr ...