Indjánasumar kalla Danirnir það þegar það kemur svona síðsumarsblíða. Hér hefur verið ljúfasta sumarveður nánast síðan ég kom fyrir 6 vikum síðan. Sól og um 20 stig í dag, það er nú eitthvað annað en snjófölin á Garðarshólmanum góða.
Baldur er kominn með pláss á leikskólanum Engevang Syd í Nærum (ca 2 km) frá og með 3. október. Þar var enginn biðlisti, heldur bara laus pláss. Annað en fyrir Ástu Lísu sem er nr 13-20 á nokkrum biðlistum. Það mun skýrast á næstu 10 vikum eða svo.
Við fórum og keyptum annan barnastól á hjólin fyrir Ástu Lísu ásamt hjálmum á stelpurnar tvær. Þá ætti öll fjölskyldan geta farið út að hjóla saman þegar viðu munum skella stólnum á á morgun. Gott ráð fyrir þá sem ætla að versla sér hjól og hjólavörur í Nærum, þá er mun ódýrara að versla hjá óreiðumeisturunum NÆRUM CYKLER ApS heldur en hjá Suhr Cykler I/S . Það hefur margsannað sig.
Ég bíð enn langeygður eftir sjúkrasamlagsskírteininu mínu því það er einnig brúkað sem bókasafnsskírteini hér í héraði. Sölleröd kommúnan er búinað taka sér meira en mánuð í þetta. Lofuðu Hönnu að það færi alvega að bresta á (hafa ekki þorað að viðurkenna að þeir hafa klúðrað þessu) en viðurkenndu þó að eitthvað hefði farið forgörðum í hennar tilfelli og krakkanna. Annars fær stjórnsýslan hér í Sölleröd nokkuð há einkun hjá mér fyrir aðgengi og skilvirkni, að flestu leyti.
Ummæli