Já ég og Hjörtur snöruðum fram gómsætum heimilismat upp á klassíska mátann við Hillerödgade í gær. Meðan krakkarnir horfðu á víðóma Toy Story 2 stóðum við hlið við hlið, suðum grænmeti og kartöflur, steiktum lauk og buff og Hjörtur galdraði fram bernaise frá grunni. Algert sælgæti sem hefði sæmt sér á hverju heimili: hakkeböf med lög, hvaða Dani myndi segja nei við því!
En þetta leiðir til uppskriftar nr 2 í hamingjuuppskrftabók okkar Hjartar. Hér eru þær fyrstu tvær, athugið að hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi:
Uppskrift að hamingju #1 (grillað af Hirti í Rundforbiparken):
1 Kg nautalund
1 flaska rauðvín
1 L ís
Uppskrift að hamingju #2 (steikt á 4. hæð að Hillerödgade)
1 kg nautahakk
1 kg laukur
1 L bernaise
Eldist með ástríðu, neytist með nautn
En þetta leiðir til uppskriftar nr 2 í hamingjuuppskrftabók okkar Hjartar. Hér eru þær fyrstu tvær, athugið að hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi:
Uppskrift að hamingju #1 (grillað af Hirti í Rundforbiparken):
1 Kg nautalund
1 flaska rauðvín
1 L ís
Uppskrift að hamingju #2 (steikt á 4. hæð að Hillerödgade)
1 kg nautahakk
1 kg laukur
1 L bernaise
Eldist með ástríðu, neytist með nautn
Ummæli