Loksins létum við verða af 2 ára draumkenndum samræðum um að fara í ferð suður til balkanlandanna. Við erum búin að kynnast svo mörgu afburðafólki frá Serbíu, Svartfjallalandi og Makedóníu að mann klægjaði að fara þarna niðureftir og upplifa menninguna.
Þegar Aleksandar sendi okkur í síðustu viku boð í brúðkaup sitt í september suður í Makedóníu, var allt sett á fullt. Nú var þetta of gott tækifæri til að sleppa. Marjan ætlar að lóðsa hinn alþjóðlega hópinn (Ísland, Pólland, Malta, Serbía og e.t.v. fleiri þjóða kvikindi) um nágrenni Kumanovo. Niðurtalning er hafin....
Ummæli