Já í dag var stór dagur - Baldur Freyr fór í 1. sinn í skóla; hann hitti bekkjarfélagana og kennarana, sá skólastofuna og Fritten, var í tíma í klukkustund og restinni eyddi hann úti á leiksvæði og á smíðaverkstæðinu, þar sem hann smíðaði bát. Allt gekk ljómandi vel og hann var mikið stoltur strákur. Ég er ekki frá því að hann hafi stækkað í dag!
Það var stór dagur hjá okkur í annarri og neikvæðari merkingu því að litlu munaði að ekki kviknaði í hjá okkur. Við erum í ýmsum skipulagningum þessa dagana vegna prófalesturs hjá mér og því hefur Finnur verið mikið með börnin á ferðinni og í dag var engin undartekning. Þess vegna tókum við þá ákvörðun í morgun að eftir skóla hjá Baldri kæmum við heim, gæfum börnunum grjónagraut að borða og svo færi Finnur með þau í sund. Því var brugðið á það ráð að setja upp hrísgjrón og áður en við færum yrði slökkt undir, mjólk bætt í og þá yrði suðutími styttri þegar heim væri komið. Praktískt, ik? Nema hvað hlutirnir fóru aðeins á aðra leið eins og gerist í fjölskyldulífinu og litla kindin okkar tók allsvakalegt þrjóskukast og við fórum út með hana undir arminum klukkan tíu mínútur í níu. VIð áttum að vera mætt í Nærum skole kl. 9.Allt róaðist og við tók fínn tími í skólanum. Þar sem ég stóð og fylgdist með Baldri reka nagla í spýtuna sem hann var búin að saga, sá ég allt í einu helv... pottinn fyrir mér á hellunni og þá voru liðnir tveir tímar. Ég þaut í loftköstum út á leiksvæði þar sem Finnur var og þegar hann sagðist ekki heldur hafa slökkt undir, var rokið af stað. Finnur keyrði heim í flýti og á meðan beið ég í mínar lengstu 5-10 mín. Þegar ég náði sambandi við hann fékk ég að vita að það eina sem gerst hafði var að potturinn var brunninn kolsvartur ásamt hrísgrjónunum og mikill reykur og lykt væri inni. Þvílíkur léttir!! Ég var búin að sjá heimili okkar fuðra upp og það var hreint út sagt hræðileg tilfinning. En lukkan var yfir okkur í þetta sinnið og við höfum lært okkar lexíu - aldrei að bregða út af vananum.
Ég hef svo, eins og planið gerði ráð fyrir, setið yfir bókum í dag. Finnur fór með krakkana niður á Nørrebro til Hjartar og Kolbeins. Planið hjá þeim bauð upp á útiveru og Hakkebøf med løg. Ég vona að þeir njóti vel!
Knús
Hanna
Það var stór dagur hjá okkur í annarri og neikvæðari merkingu því að litlu munaði að ekki kviknaði í hjá okkur. Við erum í ýmsum skipulagningum þessa dagana vegna prófalesturs hjá mér og því hefur Finnur verið mikið með börnin á ferðinni og í dag var engin undartekning. Þess vegna tókum við þá ákvörðun í morgun að eftir skóla hjá Baldri kæmum við heim, gæfum börnunum grjónagraut að borða og svo færi Finnur með þau í sund. Því var brugðið á það ráð að setja upp hrísgjrón og áður en við færum yrði slökkt undir, mjólk bætt í og þá yrði suðutími styttri þegar heim væri komið. Praktískt, ik? Nema hvað hlutirnir fóru aðeins á aðra leið eins og gerist í fjölskyldulífinu og litla kindin okkar tók allsvakalegt þrjóskukast og við fórum út með hana undir arminum klukkan tíu mínútur í níu. VIð áttum að vera mætt í Nærum skole kl. 9.Allt róaðist og við tók fínn tími í skólanum. Þar sem ég stóð og fylgdist með Baldri reka nagla í spýtuna sem hann var búin að saga, sá ég allt í einu helv... pottinn fyrir mér á hellunni og þá voru liðnir tveir tímar. Ég þaut í loftköstum út á leiksvæði þar sem Finnur var og þegar hann sagðist ekki heldur hafa slökkt undir, var rokið af stað. Finnur keyrði heim í flýti og á meðan beið ég í mínar lengstu 5-10 mín. Þegar ég náði sambandi við hann fékk ég að vita að það eina sem gerst hafði var að potturinn var brunninn kolsvartur ásamt hrísgrjónunum og mikill reykur og lykt væri inni. Þvílíkur léttir!! Ég var búin að sjá heimili okkar fuðra upp og það var hreint út sagt hræðileg tilfinning. En lukkan var yfir okkur í þetta sinnið og við höfum lært okkar lexíu - aldrei að bregða út af vananum.
Ég hef svo, eins og planið gerði ráð fyrir, setið yfir bókum í dag. Finnur fór með krakkana niður á Nørrebro til Hjartar og Kolbeins. Planið hjá þeim bauð upp á útiveru og Hakkebøf med løg. Ég vona að þeir njóti vel!
Knús
Hanna
Ummæli