Fara í aðalinnihald

Stór dagur!

Já í dag var stór dagur - Baldur Freyr fór í 1. sinn í skóla; hann hitti bekkjarfélagana og kennarana, sá skólastofuna og Fritten, var í tíma í klukkustund og restinni eyddi hann úti á leiksvæði og á smíðaverkstæðinu, þar sem hann smíðaði bát. Allt gekk ljómandi vel og hann var mikið stoltur strákur. Ég er ekki frá því að hann hafi stækkað í dag!

Það var stór dagur hjá okkur í annarri og neikvæðari merkingu því að litlu munaði að ekki kviknaði í hjá okkur. Við erum í ýmsum skipulagningum þessa dagana vegna prófalesturs hjá mér og því hefur Finnur verið mikið með börnin á ferðinni og í dag var engin undartekning. Þess vegna tókum við þá ákvörðun í morgun að eftir skóla hjá Baldri kæmum við heim, gæfum börnunum grjónagraut að borða og svo færi Finnur með þau í sund. Því var brugðið á það ráð að setja upp hrísgjrón og áður en við færum yrði slökkt undir, mjólk bætt í og þá yrði suðutími styttri þegar heim væri komið. Praktískt, ik? Nema hvað hlutirnir fóru aðeins á aðra leið eins og gerist í fjölskyldulífinu og litla kindin okkar tók allsvakalegt þrjóskukast og við fórum út með hana undir arminum klukkan tíu mínútur í níu. VIð áttum að vera mætt í Nærum skole kl. 9.Allt róaðist og við tók fínn tími í skólanum. Þar sem ég stóð og fylgdist með Baldri reka nagla í spýtuna sem hann var búin að saga, sá ég allt í einu helv... pottinn fyrir mér á hellunni og þá voru liðnir tveir tímar. Ég þaut í loftköstum út á leiksvæði þar sem Finnur var og þegar hann sagðist ekki heldur hafa slökkt undir, var rokið af stað. Finnur keyrði heim í flýti og á meðan beið ég í mínar lengstu 5-10 mín. Þegar ég náði sambandi við hann fékk ég að vita að það eina sem gerst hafði var að potturinn var brunninn kolsvartur ásamt hrísgrjónunum og mikill reykur og lykt væri inni. Þvílíkur léttir!! Ég var búin að sjá heimili okkar fuðra upp og það var hreint út sagt hræðileg tilfinning. En lukkan var yfir okkur í þetta sinnið og við höfum lært okkar lexíu - aldrei að bregða út af vananum.

Ég hef svo, eins og planið gerði ráð fyrir, setið yfir bókum í dag. Finnur fór með krakkana niður á Nørrebro til Hjartar og Kolbeins. Planið hjá þeim bauð upp á útiveru og Hakkebøf med løg. Ég vona að þeir njóti vel!

Knús
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.